Áhugafornleifafræðingur leysir ritmál hellabúa.

Ótrúleg uppgötvun færir sögu skriftarinnar um þúsundir ára aftur í tímann og bókstaflega endurskrifar sögu mannkyns.

BIRT: 19/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þegar prófessor Paul Pettitt frá Durham háskólanum í Englandi fékk fyrirspurn frá áhugafornleifafræðingnum Ben Bacon íhugaði hann í stutta stund að hunsa hana. Bacon taldi sig nefnilega hafa fundið vísbendingar að yfir 20.000 ára gamlar hellamyndir ísaldarveiðimanna innihéldu eins konar ritmál – brjáluð fullyrðing, þar sem sagnfræðingar höfðu hingað til talið elsta ritformið ætti uppruna sinn í Kína um 7000 f.Kr.

 

Í dag er Pettitt hins vegar nokkuð sáttur að hafa tekið Bacon alvarlega, því ótrúlegt en satt, áhugafornleifafræðingurinn reyndist hafa rétt fyrir sér.

 

Bacon fann, ásamt teymi fornleifafræðinga og sagnfræðinga, punkta og línur sem hellisbúar hafa notað sem ritmál í að minnsta kosti 400 hellum um alla Evrópu.

 

„Niðurstöðurnar sýna að veiðimenn og safnarar ísaldar voru fyrstir til að nota kerfisbundið dagatal, með merkjum til að skrá upplýsingar um helstu viðburði í vistkerfinu,“ útskýrir Pettitt.

Að sögn vísindamannanna eru punktarnir og línurnar sem endurtaka sig á þúsundum hellamynda tungldagatöl þar sem fylgst var vel með mökunartíma veiðidýra.

Punktar og strik mynduðu dagatal

Á hellamyndum af bráð ísaldarveiðimanna fann teymið merki í formi lína og punkta sem reyndust vera tungldagatal sem leiddi í ljós mökunartíma hinna ýmsu dýra en Y-lík merki sýndu burðartíma.

 

„Okkur tókst að sanna að þetta fólk – sem skildu eftir sig frábær listaverk í hellum í Lascaux (Frakklandi) og Altamira (Spáni) – skildi líka eftir sig dagatal sem á endanum varð nokkuð algengt hjá mannkyninu,“ útskýrir Pettitt.

BIRT: 19/01/2023

HÖFUNDUR: Benjamin Christensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Bacon et.al., JoJan

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is