Til forna fengu hinir látnu ópíum með sér í gröfina.

Elsta ópíum heims hefur nú fundist nálægt Tel Aviv í Ísrael. Margt bendir til að hefð hafi verið fyrir vímuefnum í jarðarförum fyrir meira en 3000 árum.

BIRT: 29/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Grafhvelfing í Yahud, staðsett 11 km frá Tel Aviv í Ísrael, hefur vakið alþjóðlega athygli. Í þessari 3.400 ára gömlu gröf reynist vera elsti ópíumfundur heims til þessa.

 

Gröfin fannst þegar árið 2012 og á þeim tíma töldu fornleifafræðingar að sumar grafargjafirnar gætu hafa innihaldið ópíum. Við hlið hins látna lágu nokkrar krukkur í laginu eins og fræbelgir ópíumvalmúans. Nú hafa frekari rannsóknir staðfest kenninguna.

 

Fornleifafræðingarnir gera ráð fyrir að ópíumið sem fannst í gröfinni hafi verið ræktað til forna á svæði sem nú er hluti af Tyrklandi. Krukkurnar voru hins vegar framleiddar á Kýpur en ópíum var alþjóðleg söluvara.

Í gröfinni voru krukkur í laginu eins og fræbelgir ópíumvalmúa snúið á hvolf.

Syrgjendur í vímu

Fornleifafræðingar ísraelsku fornminjastofnunarinnar hafa tvær kenningar um hvers vegna hinn látni fékk ópíum með sér í gröfina. Annað hvort áttu þátttakendur í útförinni að reykja ópíum til að lyfta anda hins látna og saman upplifa einhvers konar himnasælu.

 

„Svo er einnig hugsanlegt að ópíuminu hafi verið ætlað hinum látna, svo hann gæti risið upp úr gröfinni – einhvers konar undirbúningur til að hitta ættingja sína í framhaldslífinu,“ segir dr. Ron Beeri hjá fornminjastofnun Ísrael.

BIRT: 29/09/2022

HÖFUNDUR: Benjamin Christensen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © ASSAF PERETZ, IAA, Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is