Stærsta hellakerfi heims – heldur áfram að vaxa

Þegar hópur fræðimanna hélt árið 2009 í hellaleiðangur í White Rock Cave á Borneó var reiknað með að hellirinn hafi verið að fullu rannsakaður. En þegar hellakönnuðir halda niður í ein af mörgum göngum hellisins finna þeir fyrir dragsúgi og heyra í rennandi vatni. Nokkru seinna geta þeir staðhæft að Clearwater-hellakerfið er hið stærsta sem til er í heimi og alls ekki fullkannað.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

2 mínútur

Skyndilega heyrir Hugh St. Lawrence í rennandi vatni fyrir neðan sig. Hann getur ekki séð hvað veldur hljóðinu. En eitt er hann viss um: vatn í slíku magni er annað hvort foss eða fljót og hann verður afar spenntur.

 

Þessi reyndi hellakönnuður er ásamt þremur kollegum sínum í ensk-malasíska Mulu Caves 2009 Expedition að rannsaka White Rock Cave sem er eitt af stærri hellakerfum Clearwater á norðurhluta Borneó í malasíska héraðinu Sarawak. Eiginlega er könnun White Rock Cave lokið en Hugh St. Lawrence minnist þess að hann náði í fyrri leiðangri árið 2007 aðeins að rannsaka fáeina metra í göngum þöktum hvítum kristöllum og vill gjarnan hefjast handa að nýju.

 

Tim Allen, leiðangursstjóri, sendir St. Lawrence svona „er það nú virkilega nauðsynlegt?“ augntillit, en lætur undan ósk hans. Og nokkrum stundum seinna sígur St. Lawrence niður í djúpið meðan kalkkristallar falla í hár hans og augu eins og snjódrífa. Langt niðri rannsakar hann svæðið ásamt m.a. jarðfræðingnum Tinu Mosley, þegar þau eru búin að feta sig 20 m niður með reipi.

 

„Auk þess að heyra vatnsniðinn gátum við allan tímann fundið fyrir dragsúgi, en það jafngildir einhverjum útgangi. Svo við héldum varfærnislega niður á við og vorum allt í einu stödd í stærðarinnar helli með neðanjarðarfljóti. Þetta var algjörlega stórkostlegt,“ segir Hugh St. Lawrence síðar frá. Næstu daga rannsaka hann, Tim Allen og aðrir liðsfélagar þetta nýuppgötvaða fljót sem rennur um 50 metrum undir búðum leiðangursmanna á yfirborðinu, sums staðar um göng með allt að 15 m þvermál. Samtals kortleggja þeir 5,5 km af nýjum hellum við fljótið sem fær nafnið White Rock River. Og með þessari 5,5 km viðbót eykst samanlögð lengd hellakerfisins upp í 175.665 m. Það gerir Clearwater að áttunda lengsta hellakerfi heims, en sé það reiknað í rúmmáli telst það hið stærsta.

 

Vissulega er engin örugg aðferð við að reikna rúmmál hellakerfa. Því leitast leiðangursmenn við að reikna meðaltalsrúmmál grundvallað á lengd og meðaltalsþvermáli. Þar sem Clearwater er talið hafa um 15 m meðaltalsþvermál verður það með ríflega 175 km lengd og á milli 30 og 35 milljón rúmmetrar. Næst því er Mammoth Cave í Kentucky BNA sem með sína 590 km er heimsins lengsti hellir, en til að fara fram úr Clearwater þarf hann að hafa meðaltalsþvermál upp á 8 m og sú er ekki raunin. Því eru menn almennt á einu máli um að Clearwater sé nú í fararbroddi.

 

Kolsýra holar út jarðlögin

 

Það er sérstök samsetning jarðlaganna sem er þess valdandi að hellarnir í Gunung Mulu-þjóðgarðinum verða svo ógnarstórir. Þau samanstanda nefnilega í næstefsta laginu af kalksteini. Regnvatnið safnar í sig koltvísýringi sem umbreytist í kolsýru og jafnvel lítið magn hennar brýtur niður kalksteininn. Þjóðgarðurinn er þakinn þéttum regnskógi með samsvarandi mikilli úrkomu. Áhrifin styrkjast með því að sandsteinninn í efsta berglaginu safnar ekki í sig vatni heldur rennur það beint niður í undirliggjandi kalksteininn.

 

Rofið á kalksteininum þarna hófst fyrir minnst 2 milljónum ára síðan. Aldurinn hafa menn fundið með því að lesa í breytingar á segulpól jarðar í litlum leirögnum á botni tjarna. Agnirnar hafa varðveitt segulstefnuna.

 

Fyrsti leiðangurinn í hellana var árið 1977 – 78 og síðan hafa minnst 20 hópar kortlagt sífellt fleiri hella. Spyrji maður Dave Lucas, reyndan enskan hellakönnuð með fjölmarga Mulu-leiðangra á ferilskrá sinni, verða frekari met sett í Clearwater-hellakerfinu. Hann áætlar að það geti verið allt að þriðjungi stærra en nú hefur verið reiknað. Fyrstu 9 hellarnir munu komast á kortið þegar Tim Allen leiðir nýjan leiðangur á næsta ári niður í undirheima Clearwaters.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is