Maðurinn

Hvernig virkar handspritt?

Dálítið handspritt dugar vel til að koma í veg fyrir bakteríusmit út í umhverfið. En hvernig drepur sprittið bakteríur?

BIRT: 02/08/2023

Eyðileggur frumuhimnur

Handspritt drepur bakteríur, veirur aðrar örverur og sótthreinsar þannig hendurnar.

 

Áhrifin stafa af alkóhóli í sprittinu, sem er minnst 60% og eyðileggur frumuhimnur örveranna því sem næst samstundis.

 

Frumuhimnurnar eru úr fituefnum og prótínum og alkóhól hefur skaðleg áhrif á hvort tveggja.

 

Alkóhólsameindir smjúga milli fitusameinda í frumuhimnunni og valda því að hún sundrast.

 

 Prótín eru mjög langar sameindir og leggjast saman í fellingar á alveg sérstakan hátt, ekki ósvipað og rafmagnsvírar í kapli.

 

Hver felling er mikilvæg ef prótínið á að virka rétt, en alkóhólið kemst milli fellinganna og réttir úr þeim, þannig að prótínið eyðileggst.

 

Alkóhól tætir bakteríur sundur

Handspritt ræðst á bakteríur og veirur á tvennan hátt og bæði gatar himnurnar og lokar fyrir virkni prótína.

1
Alkóhól gatar himnuna
Alkóhólsameindir í sprittinu smjúga milli fitusameindanna í frumuhimnunni.
2
Göt á himnu drepa frumu
Alkóhólið gatar himnuna, sem þá getur ekki varið umfrymið. Bakterían tætist sundur.
3
Spritt kemst í fellingarnar
Langar prótínkeðjur liggja inn og út um frumuhimnu bakteríunnar. Alkólhólsameindir aflaga fellingarnar.
4
Fellingarnar rétta úr sér
Alkóhólið sléttar fellingarnar. Þar með virkar prótínið ekki lengur og er ónýtt.

Drepur handspritt allar bakteríur?

Framleiðendur halda því gjarnan fram að handsprittið drepi 99,9% af bakteríunum, en það er ekki alls kostar rétt.

 

Í fyrsta lagi geta sumar bakteríur myndað spora, sem eru ónæmir fyrir alkóhóli og þróast síðar í bakteríur. Þetta gildir t.d. um Clostridium, sem veldur alvarlegum þarmasýkingum.

 

Í öðru lagi hefur sprittið ekki full áhrif ef hendurnar eru óhreinar eða fitugar, því þá getur sprittinu reynst erfitt að komast í návígi við bakteríurnar.

 

Í þriðja lagi þarf handspritt dálítinn tíma til að virka. Til að tíminn verði nægur þarf að núa saman höndunum þangað til sprittið er alveg þornað.

Sápa er enginn bakteríudrápari

Öfugt við spritt drepur sápa hvorki bakteríur né veirur. Hún leysir hins vegar upp klístraða fitu á húðinni þannig að skola má af sér þeim örverum sem handsprittið náði ekki til. En til að sápan virki almennilega, þarf að núa henni um hendurnar í a.m.k. 20 sekúndur.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock, © Claus Lunau & Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.