Bakteríur vinna bug á beinbrunaveirunni (dengue)

Beinbrunasótt (dengue) er talinn vera ein af tíu helstu heilsbrigðisógnum heims og smitar meira en 390 milljón manns árlega. En nú hafa vísindamenn gert uppgötvun sem getur dregið úr smitum um allt að 76%.

BIRT: 06/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Árlega smitast 390 milljónir manna af svonefndri beinbrunaveiru (dengue)  og hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO er dengue-veikin talin meðal tíu ógnvænlegustu sjúkdóma heims.

 

Smitið berst með moskítóflugum og veldur einkennum sem líkjast inflúensu en getur líka valdið lífshættulegum blæðingum. Árlega deyja um 20.000 manns úr sjúkdómnum.

Vísindamenn hafa sýkt mörg þúsund moskítóflugur með bakteríu sem vinnur bug á dengue-veirunni. Aðferðin hefur dregið talsvert úr smiti.

Samtökin World Mosquito Program hafa frá 2011 gert tilraunir með að sýkja flugurnar sem bera smitið með bakteríu sem vinnur bug á veirunni í flugunni sjálfri.

 

Bakterían kallast Wolbachia og hún tekur til sín mikilvæg efni, t.d. kólesteról sem veiran þarf á að halda til að fjölga sér.

 

Sýkt moskítófluga dreifir því ekki veirunni. Þegar flugurnar fjölga sér berst bakterían áfram til næstu kynslóðar og veiran verður þannig á endanum heimilislaus.

 

Aðferðin hefur einn veikleika

Í ýmsum löndum hafa verið gerðar tilraunir í mjög stórum stíl með því að sprauta Wolbachia í mikinn fjölda moskítóeggja sem síðan voru látin klekjast. Nú hafa samtökin birt fyrstu niðurstöður sínar.

 

Á svæðum í Brasilíu og Indónesíu hefur tekist að fækka dengue-tilvikum um allt að 76%.

 

Því miður sýna niðurstöðurnar líka að á mjög heitum svæðum, t.d. í Víetnam, flyst bakterían ekki nógu vel milli kynslóða.

 

Vísindamennirnir reyna nú að ráða bót á þessum vanda með því að rækta fram nýjar gerðir bakteríunnar sem þoli hitann betur.

BIRT: 06/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,© Getty Images

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is