Maðurinn

Hvernig virkar insúlín?

Sykursýkisjúklingar eiga erfitt með að brjóta niður sykur. Insúlín skiptir hér miklu máli en hvernig virkar það?

BIRT: 26/12/2024

Á heimsvísu þjást meira en 400 milljónir af sykursýki sem til er í meira en 30 afbrigðum.

 

Algengust er sykursýki 2 en undir hana flokkast um 95% tilvika. Þessi áunna sykursýki var áður stundum nefnd „ellisykursýki“ þar eð hún tengist hækkandi aldri og fleiri aldurstengdum atriðum, svo sem ofþyngd, háum blóðþrýstingi og tilhneigingu til æðakölkunar.

 

Sykursýki 2 stafar af því að frumur í vöðvum, fituvef og lifur eru ekki lengur nógu næmar fyrir insúlíni og eiga því erfitt með að taka til sín sykur.

 

Insúlín er framleitt í brisinu og virkar sem eins konar lykill sem opnar sykri leið inn í frumurnar.

Insúlín færir frumum eldsneyti

Hormónið insúlín myndast í brisinu og berst til frumnanna með blóðrásinni. Það hjálpar frumunum að taka til sín sykur.

1. Blóðsykur eykst

Eftir máltíð brotnar fæðan hratt niður í meltingarveginum. Næringarefni, m.a. sykurefnið glúkósi, berst út í blóðið.

2. Insúlínverksmiðja ræst

Brisið fær boð um aukinn blóðsykur. Líffærið bregst við með því að auka framleiðslu hormónsins insúlíns og skila út í blóðrásina.

3. Frumur nýta sykurinn

Insúlínið bindur sig við viðtaka á frumunum og þeir opna sykrinum leið inn í frumuna. Frumurnar nota sykur sem eldsneyti eða til að byggja önnur efni.

Insúlín færir frumum eldsneyti

Hormónið insúlín myndast í brisinu og berst til frumnanna með blóðrásinni. Það hjálpar frumunum að taka til sín sykur.

1. Blóðsykur eykst

Eftir máltíð brotnar fæðan hratt niður í meltingarveginum. Næringarefni, m.a. sykurefnið glúkósi, berst út í blóðið.

2. Insúlínverksmiðja ræst

Brisið fær boð um aukinn blóðsykur. Líffærið bregst við með því að auka framleiðslu hormónsins insúlíns og skila út í blóðrásina.

3. Frumur nýta sykurinn

Insúlínið bindur sig við viðtaka á frumunum og þeir opna sykrinum leið inn í frumuna. Frumurnar nota sykur sem eldsneyti eða til að byggja önnur efni.

Ef insúlínið virkar ekki eykst sykurmagn í blóði og það veldur í versta falli alvarlegri æðasköddun.

 

Í sumum tilvikum hefur insúlínframleiðsla minnkað og það gerir illt verra.

 

Sama gildir um næstalgengasta afbrigði sjúkdómsins, sykursýki 1. Þá stafar það af skorti á insúlíni, þar eð frumur ónæmiskerfisins ráðast á og drepa svonefndar betafrumur í brisinu en hlutverk þeirra er að framleiða insúlín.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock, Claus Lunau

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Eru stór lungu kostur?

Maðurinn

Er botnlanginn í raun óþarfur?

Náttúran

5 fyrirbæri sem þróunin gleymdi

Lifandi Saga

„Hvað ætlarðu að vera þegar þú verður stór?“

Maðurinn

Af hverju deyja konur oftar í bílslysum en karlar?

Glæpir

Hryðjuverkamenn: Tilgangurinn helgar ætíð meðalið

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Lifandi Saga

Hver var starfi geisjunnar?

Lifandi Saga

Hvenær var skaðsemi reykinga upgötvað?

Náttúran

Eru hýenur skyldar köttum?

Maðurinn

Hvernig er hægt að reykja alla ævi án þess að fá krabba?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.