Á heimsvísu þjást meira en 400 milljónir af sykursýki sem til er í meira en 30 afbrigðum.
Algengust er sykursýki 2 en undir hana flokkast um 95% tilvika. Þessi áunna sykursýki var áður stundum nefnd „ellisykursýki“ þar eð hún tengist hækkandi aldri og fleiri aldurstengdum atriðum, svo sem ofþyngd, háum blóðþrýstingi og tilhneigingu til æðakölkunar.
Sykursýki 2 stafar af því að frumur í vöðvum, fituvef og lifur eru ekki lengur nógu næmar fyrir insúlíni og eiga því erfitt með að taka til sín sykur.
Insúlín er framleitt í brisinu og virkar sem eins konar lykill sem opnar sykri leið inn í frumurnar.
Insúlín færir frumum eldsneyti
Hormónið insúlín myndast í brisinu og berst til frumnanna með blóðrásinni. Það hjálpar frumunum að taka til sín sykur.
1. Blóðsykur eykst
Eftir máltíð brotnar fæðan hratt niður í meltingarveginum. Næringarefni, m.a. sykurefnið glúkósi, berst út í blóðið.
2. Insúlínverksmiðja ræst
Brisið fær boð um aukinn blóðsykur. Líffærið bregst við með því að auka framleiðslu hormónsins insúlíns og skila út í blóðrásina.
3. Frumur nýta sykurinn
Insúlínið bindur sig við viðtaka á frumunum og þeir opna sykrinum leið inn í frumuna. Frumurnar nota sykur sem eldsneyti eða til að byggja önnur efni.
Insúlín færir frumum eldsneyti
Hormónið insúlín myndast í brisinu og berst til frumnanna með blóðrásinni. Það hjálpar frumunum að taka til sín sykur.
1. Blóðsykur eykst
Eftir máltíð brotnar fæðan hratt niður í meltingarveginum. Næringarefni, m.a. sykurefnið glúkósi, berst út í blóðið.
2. Insúlínverksmiðja ræst
Brisið fær boð um aukinn blóðsykur. Líffærið bregst við með því að auka framleiðslu hormónsins insúlíns og skila út í blóðrásina.
3. Frumur nýta sykurinn
Insúlínið bindur sig við viðtaka á frumunum og þeir opna sykrinum leið inn í frumuna. Frumurnar nota sykur sem eldsneyti eða til að byggja önnur efni.
Ef insúlínið virkar ekki eykst sykurmagn í blóði og það veldur í versta falli alvarlegri æðasköddun.
Í sumum tilvikum hefur insúlínframleiðsla minnkað og það gerir illt verra.
Sama gildir um næstalgengasta afbrigði sjúkdómsins, sykursýki 1. Þá stafar það af skorti á insúlíni, þar eð frumur ónæmiskerfisins ráðast á og drepa svonefndar betafrumur í brisinu en hlutverk þeirra er að framleiða insúlín.
LESTU EINNIG


