Maðurinn

Hvernig virkar þungunarpróf?

Tvö lituð strik sýna að konan er þunguð en hvernig stendur á strikunum tveimur?

BIRT: 03/08/2024

Þegar tekið er óléttupróf mælir það hvort hormónið HCG sé að finna í þvagi konunnar. Hormón þetta myndast af frjóvguðu egginu stuttu eftir að fyrsta frumuskiptingin á sér stað og eggið hefur fest sig í leginu.

 

Óléttuprófið greinir hormónið með svonefndum einstofna mótefnum sem bera kennsl á og bindast hvort sínum hluta hormónsins. Ein gerð mótefnis binst litarefni og kemur fram á öðrum enda prófunarstrimilsins.

 

Þessum enda er dýft í þvagið og ef HCG-hormónið fyrirfinnst í því, binst það litamerkta mótefninu. Óháð því hvort mótefnið hefur fundið hormónið eður ei, dregst það upp eftir strimlinum með þvaginu með hárpípukrafti. Á einhverju stigi kemst það upp að prófunarlínu sem þakin er annarri gerð mótefnis sem bundist getur öðrum hluta hormónsins.

 

Sé konan ólétt hefur hormónið þegar bundist litamerkta mótefninu og samstæðan binst mótefninu í prófunarlínunni. Lituð prófunarlína gefur fyrir vikið til kynna að konan sé þunguð. Sé hún það hins vegar ekki, fer litaða mótefnið fram hjá prófunarlínunni.

 

Þetta getur jafnframt átt sér stað ef þungunarprófið virkar ekki sem skyldi. Viðmiðunarlína með þriðja mótefninu sem binst litaða mótefninu beint gefur fyrir bragðið til kynna að þvag hafi streymt upp og að óléttuprófið virki eins og því er ætlað.

Hormón gefur til kynna þungun

Þvag þungaðra kvenna inniheldur sérlegt hormón sem óléttupróf gefur til kynna.

 

  1. Á enda óléttuprófsáhaldsins er að finna litað mótefni. Mótefni þetta binst hormóninu HCG í þvagi þungaðra kvenna. Hvort tveggja dregst upp í strimilinn með þvaginu.

 

  1. Prófunarlínan er þakin öðru mótefni sem binst öðrum hluta hormónsins. Þar sem það binst litaða mótefninu fær línan á sig lit ef um þungun er að ræða.

 

  1. Viðmiðunarlínan er þakin enn öðru mótefni sem binst litaða mótefninu. Fái línan á sig lit táknar það að þvagið hafi komist alla leið og að þungunarprófið virki sem skyldi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.