Lifandi Saga

Hvers vegna er alltaf stríð í Súdan? 

Milljónir manna hafa verið drepnar, limlestar og hraktar frá heimilum sínum – og ekki er að sjá að bardögum í Súdan linni á næstu árum.

BIRT: 26/06/2022

Þjóðernishreinsanir, hópnauðganir og hungursneyð; þetta er orðið „svo útbreitt að þetta ástand telst vera eðlilegt“. Þannig hljómaði frásögnin þegar friðargæsluliðar SÞ heimsóttu Súdan árið 2016, þar sem borgarastríð hefur geisað frá því landið fékk sjálfstæði frá Stóra-Bretlandi árið 1956. 

 

Sögulega séð hefur Súdan verið sem bútasaumsteppi úr þjóðar- og trúarbragðahópum, þar sem arabískumælandi múslímar ráða í norðri en í suðri er mikið af kristnum ættbálkum. Bretar stjórnuðu þessum tveimur svæðum aðskildum en þau voru síðan sameinuð rétt áður en Súdan fékk sjálfstæði. Á sama tíma veittu Bretar öll pólitísk völd leiðtogum í norðri sem kúguðu þjóðirnar í suðri miskunnarlaust. 

Meira en hálfri öld eftir sjálfstæði Súdans geisa ennþá bardagar víðs vegar af fullum krafti í landinu. 

2,5 milljónir misstu líf sitt

Áður en Bretar gátu lokað á eftir sér árið 1956, brutust út bardagar milli norðurs og suðurs sem stóðu allt fram til ársins 2005 – einungis var hlé á þeim upp úr 1970 þegar reynt var að semja um frið. Auk heiftarlegrar valdabaráttu er einnig tekist á um aðgang að olíu og öðrum náttúruauðlindum. Mörg nágrannalönd taka þátt í þessum erjum. Talið er að átökin hafi kostað meira en 2,5 milljónir manna lífið. 

 

Friðarviðræður árið 2005 áttu að lægja öldurnar og þegar leit út fyrir að hlé yrði á bardögum, þá brutust út ný átök í Darfúr-héraði í vestri. Aðstæður í suðri versnuðu enn frekar eftir að Suður-Súdan lýsti yfir sjálfstæði árið 2011 og um 60 þjóðarbrot á svæðinu börðust hvert á móti öðru.

 

Í október 2021 hrifsaði herinn til sín völdin og lýsti yfir herlögum og neyðarástandi í Súdan.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Steve Evans

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.