HVERS VEGNA HÖFUM VIÐ ÁRSTÍÐIR? – HVAR Á JÖRÐU ERU ENGAR ÁRSTÍÐIR? – ÁRSTÍÐIR Á ÖÐRUM PLÁNETUR.
Fjarlægð til sólar ræður ekki árstíðum
Árstíðirnar breytast ekki vegna þess að afstaða jarðar til sólarinnar er breytileg.
Ætla mætti að hitinn sé mestur þegar jörðin er hvað næst sólu á sporöskjulagaðri braut sinni, en sú er ekki raunin.
Fjarlægðin milli þessarra tveggja himintungla er nefnilega ekki svo breytileg á eins árs ferðalagi jarðar í kringum sólina að það skipti verulegu máli fyrir hitastig á jörðinni.
HVERS VEGNA HÖFUM VIÐ ÁRSTÍÐIR?
Orsök þess að árstíðirnar breytast varðar halla jarðar.
Á ferðalagi sínu kringum sólina snýst jörðin einnig um sjálfa sig um möndul, sem hallar um 23,5 gráður.
Vegna þessa halla skiptast skiptast norður- og suðurhvel á að snúa að sólu á ferð jarðar á sporbraut sinni um sólina. Þetta upplifðum við sem árstíðir.
Þegar jörðin er stödd á þeim hluta brautar sinnar þar sem norðurhvelið beinist að sólu fáum við meira sólarljós á einum sólarhring. Þessi aukna sólarorka hitar upp jörðina og andrúmsloftið – og það kemur vor og sumar.
Hálfu ári síðar er jörðin komin hinum megin við sólina og nú er það suðurhvelið sem snýr að sólu, meðan norðurhvelið liggur í skugga.
Fyrir vikið er vor og sumar í Ástralíu og Suður Ameríku, meðan hér á norðurhveli er haust og síðan vetur.
Myndskeið: Mikilvægi halla jarðar fyrir árstíðirnar
Árstíðir stjórna lífsferli dýra og plantna
Ef jörðin hefði ekki þennan halla, myndi sama magn sólargeisla lenda á jörðinni dag hvern árið um kring.
Þá myndi sólin rísa upp og ganga til viðar á sama tíma allt árið. Veðrið myndi ekki breytast, en á okkar breiddargráðum mætti líkja veðurfarinu við samfellt vor.
Við slíkar kringumstæður væri líf hér á jörð allt öðruvísi en það sem við þekkjum. Lífsferill fjölmargra dýra og plantna ræðst nefnilega af því hvernig árstíðaskiptin verða.
LESTU EINNIG
HVAR Á JÖRÐU ERU ENGAR ÁRSTÍÐIR?
Þær breytilegu árstíðir sem þekkjum í Evrópu eiga ekki við um alla staði jarðar.
Norðan við heimskautsbaug er sólin ævinlega á lofti drjúgan hluta sumarsins. Á sama máta sést ekki til sólar yfir hluta vetrartímans.
Sambærilegar aðstæður ríkja einnig sunnan við heimskautsbauginn á suðurhveli jarðar. Á báðum svæðum er tiltölulega kalt allt árið, því sólin er þar aldrei hátt á lofti.
Jörðin skiptist í mismunandi loftslagsvæði, sem eiga þátt í að ákvarða árstíðirnar á hverjum stað. Blá svæði: Heimskautsloftslag. Dökkgræn svæði: Temprað loftslag. Ljósgræn svæði: Heittemprað loftslag. Gul og brún svæði: Hitabeltisloftslag.
Á svæðum nærri miðbaug í hitabeltinu, tempruðum og heittempruðum svæðum er sólin alltaf hæst á lofti á hádegi, einnig um vetur.
Fyrir vikið er breytileiki sólarmagns og hitastigs svo lítið á þessem svæðum og þar verður aldrei kalt. Á þessum svæðum skipta menn árstíðunum í tvennt – regntíma og þurrkatíð.
Á sumum svæðum rignir þó jafnan allt árið og þar er því ekki að finna neinar árstíðir.
Jafndægur og árstíðir
- Stjarnfræðilega séð eru það sólstöðurnar fjórar sem afmarka árstíðirnar.
- Vorið stendur frá vorjafndægri til sumarsólstaða, sumarið frá sumarsólstöðum til haustjafndægurs, haustið frá haustjafndægri til vetrarsólhvarfa og veturinn frá vetrarsólstöðum til vorjafndægurs.
- Þó passar stjarnfræðileg skilgreining á árstíðunum ekki nauðsynlega við loftslagsbreytingar á tilteknum stað.
ÁRSTÍÐIR Á ÖÐRUM PLÁNETUM
Árstíðir ekki einungis að finna á jörðinni okkar
Á mörgum nágrannaplánetum okkar í sólkerfinu er einnig að finna breytilegar árstíðir. Hér að neðan er listi yfir það hvernig því er háttað.
- Merkúr: Merkúr er með engar árstíðir þar sem snúningsöxull hans hallar nær ekki neitt.
- Mars: Rauða plánetan er með árstíðir það sem hún er með hallandi snúningás. Árstíðirnar eru þó ekki jafn langar á norður- og suðurhveli. Það stafar af því að braut Mars um sólu er ílengri en sporbraut jarðar um sólu. Vorið á Mars er því lengsta árstíðin.
- Venus: Það eru engar eiginlegar árstíðir á Venusi þar sem möndulhallinn er afar lítill.
- Júpíter: Júpíter er með engar eiginlegra árstíðir, þar sem snúningsöxull hans hallar lítið.
- Satúrnus: Satúrnus er með breytilegar árstíðir, en þær eru langtum lengri heldur en árstíðirnar sem við þekkjum hér á jörðu. Eitt ár á Satúrnusi varir nefnilega í 29 ár og árstíðirnar breytast á um sjöunda hverju ári.
- Úranus: Snúningsás þessarra bláleitu plánetu halla nánast um 98 gráður. Pólar hennar snúa beint að sólu á mismunandi tímum ársins. Það þýðir að Úranus er með árstíðir. Þar sem það tekur 84 ár fyrir plánetuna að fara hring um sólu eru árstíðirnar 21 árs langar
- Neptúnus: Möndull Neptúnusar hallar um 28 gráður og því eru árstíðir á plánetunni. Rétt eins og á Úranusi og Satúrnusi varir þó hver þeirra í afar langan tíma. Það tekur Úranus heil 165 ár að fara einn hring á sporbraut sinni um sólu og árstíðir plánetunnar er því meira en 40 ára langar.