Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Flest laufblöð bera í sér græn, rauðgul, gul og rauð litarefni en langmest af græna litnum og við sjáum ekki hina fyrr en grænu litbrigðin hverfa á haustin.

BIRT: 01/09/2022

Á vorin og sumrin er það blaðgrænan sem litar laufin græn.

 

Blaðgrænan brotnar niður á haustin og þá fyrst sjást aðrir litir. Þeir eru til staðar í laufinu allan tímann en hverfa í skugga græna litarins. Hin litarefnin eru gul og rauðgul karótín og rauð eða ljósfjólubláantocýanín.

 

Það eru þessi litarefni sem gefa haustlaufunum hina margbreytilegu haustliti, allt eftir því hvaða litarefnum er mest af í plöntunni.

 

Blaðgrænan er mikilvægasta efnið og sér plöntunni fyrir orku með ljóstillífun. Þess vegna er blaðgrænan svona áberandi. Við ljóstillífun myndar plantan sykrur úr ljósi, vatni og koltvísýringi.

 

Þar að auki framleiðir plantan súrefni sem aukaafurð og það er einmitt þetta súrefni sem gerir okkur kleift að draga andann í gufuhvolfi jarðar.

 

Græni liturinn hverfur

Svo lengi sem laufblöðin vaxa myndar tréð stöðugt nýja blaðgrænu í stað þeirrar sem sólarljósið brýtur niður. En þegar daginn tekur að stytta og veður fer kólnandi hættir tréð þessari framleiðslu.

 

Græni liturinn hverfur því smám saman af blöðunum og þá koma gulu, rauðgulu, rauðu og purpuralitu litbrigðin í ljós. Þar með sjáum við laufin í öðrum litum.

 

Norskir vísindamenn hafa sýnt fram á að haustlitirnir tengjast magni náttúrulegs skordýraeiturs sem plöntur framleiða sjálfar.

 

Þeir skoðuðu dúnbirki að haustlagi og skráðu hve skýrir litir birtust á einstökum trjám.

 

Vorið eftir voru trén rannsökuð á ný og þá kom í ljós að trén sem framleiddu skýrustu litina höfðu orðið fyrir minnstum skaða af völdum skordýra.

 

Að vori og sumri er blaðgrænan yfirgnæfandi litarefni. Blaðgrænan er í frumulíffærum sem nefnast litakorn.

 

Karótín er sama efni og skapar gulrótum lit sinn. Eins og blaðgrænan er efnið í litakornum og kemur í ljós þegar blaðgrænan fölnar. Það eru karótín-litarefni sem gefa laufblöðum gulan og rauðgulan blæ.

 

Antocýanínin eru í safa blaðanna. Þessir litir geta sést á útjaðri laufblaðs en sjást annars fyrst þegar blaðgrænan fölnar á haustin. Antocýanín gefa rauðan og fjólubláan blæ.

 

Aðeins brúnu litarefnin í laufinu, svonefnd tannín, verða eftir að lokum. Þess vegna eru visin lauf brún að lit.

 

LESTU EINNIG

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is