Vísindamenn hafa komist að raun um að þeir sem hafa óbeit á bragði og lykt af kóríander (coriandrum sativum), eiga það sameiginlegt að vera með erfðafræðilegt frávik á litningi 11.
Flestir þessara kvarta yfir að kóríander bragðist eins og sápa.
Frávikið á litningi 11 tengist erfðavísinum OR6A2 sem kóðar fyrir eiginleika okkar til að skynja lífræn efnasambönd sem nefnast aldehýð og minnt geta á sápu en þau eiga þátt í bragði og lykt af kóríander. Þetta er þó ekki unnt að skýra með erfðafræðinni einni saman.
Sumt fólk er með erfðafræðilegt frávik tengt skynjun aldehýða sem er að finna í kóríander. Bragðið getur minnt á sápu.
17 prósent Evrópubúa gretta sig yfir bragðinu
Hefðbundin fæða sem felur í sér kóríander á sennilega þátt í að íbúar víðs vegar um heim hafa vanist bragðtegundinni.
Í Evrópu, þar sem ekki er hefð fyrir mikilli notkun á kóríander, gretta 17% sig yfir bragðinu.
Í Suður-Asíu, Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum, þar sem kryddjurtin er býsna algeng, á þetta einungis við um þrjú til sjö prósent íbúanna.