Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Þegar ég strýk köttum byrja þeir strax að mala. Hvernig mynda kettir þessi sérstöku hljóð og hvers vegna eru þeir yfirleitt að mala?

BIRT: 10/04/2024

Kettir mala til að eiga samskipti, hvort heldur við okkur mennina eða aðra ketti. Kunnuglegustu aðstæðurnar eru þær þegar ketti er klórað á stað sem honum finnst gott að láta klóra sér á.

 

Kettir mala einnig þegar aðrir kettir sleikja þá í því skyni að þvo þeim. Þá mala þeir einnig oft þegar þeim er gefið að éta, sennilega er um að ræða leifar frá fyrstu ævidögum kattarins þegar læðan finnur kettlingana sína með hliðsjón af hljóðinu sem heyrist þegar þeir mala og leyfir þeim að komast á spena.

 

Við allar þessar aðstæður eru skilaboðin þau sömu: Haltu áfram að gera það sem þú ert að gera!

 

Malið á rætur að rekja til barkans

Kettir mala þegar vöðvar í barkakýlinu, áþekkir raddböndunum okkar, herpast saman og svo slaknar á þeim aftur, þannig að þau sveiflast hratt.

 

Þegar kötturinn dregur andann berst loftið fram hjá titrandi vöðvunum. Titringurinn veldur sveiflum á loftinu og leiðir af sér hljóðbylgjur sem við þekkjum sem kunnuglegt mal í köttum.

Kettir eru ekki einir um að mala

Kettir mala af völdum titrandi vöðva í barkanum en kettir eru ekki einu dýrin sem mala.

Vöðvar hefta loftið

Vöðvar í barka kattarins dragast hratt saman og þannig myndast hljóðið sem við þekkjum sem mal. Kettir mala einkum til að gefa til kynna að þeim líði vel.

Afkvæmi genettu mala til að vekja á sér athygli

Genetta minnir á kött en í raun réttri er um að ræða svokallað desdýr og fyrir vikið er dýrið ekki kattartegund. Afkvæmi dýrsins mala fyrstu vikuna til þess að vekja athygli móðurinnar á sér.

Matar(gleði) leysir úr læðingi mal

Górillur, einkum fullorðin karldýr, gefa frá sér hljóð sem líkist mali þegar þær éta. Dýrin gefa þessi tilteknu hljóð oft frá sér en þó einkum þegar á matseðlinum er góðgæti á borð við blóm og fræ.

Kettir mala ekki aðeins þegar þeim líður vel heldur einnig við allt aðrar aðstæður, svo sem eins og þegar þeir verða kvíðnir, hræddir, haldnir streitu eða þegar hundar elta þá.

 

Ein kenningin er sú að mal hafi róandi áhrif á ketti.

 

Mal kann að lækna

Árið 2001 ákvað dýrahljóðasérfræðingurinn Elizabeth von Muggenthaler að rannsaka hvort kettir gætu læknað sjálfa sig með því að mala, eftir að hún komst að raun um að þeir mala þegar þeir fyllast streitu.

 

Hún rannsakaði 44 ketti, blettatígra, púmur og önnur kattardýr og komst að raun um að tíðni malhljóðsins er í samræmi við tíðni hljóða og titrings sem m.a. er notað til að lina sársauka og örva beinvöxt í mönnum.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Leiði er ofurkraftur okkar

Heilsa

Af hverju má ekki drekka saltvatn?

Náttúran

Bláglyttan er heilalaus snillingur

Lifandi Saga

Prumpukóngurinn felldi dömur í yfirlið

Menning og saga

Hvað telst vera mesta svindl fornleifafræðinnar?

Lifandi Saga

Saga Jemen: Frá myrru og mokka til Borgarastríðs og húta

Náttúran

Hættuleg baktería tengd við sérstakan hundamat

Lifandi Saga

Dauði Maó olli harðri valdabaráttu

Lifandi Saga

Kynnisferð um: Morðmál miðalda 

Læknisfræði

Ónæmiskerfi barna skaddast af mislingum

Lifandi Saga

Hvernig tilraunir gerðu læknar nasista?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is