Search

Hræðast allir kettir vatn?

Ég hef oft séð ketti hvæsa og kippa sér til ef þeir verða fyrir svo miklu sem einum vatnsdropa. Hræðast allir kettir vatn og hvers vegna?

BIRT: 01/07/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Reyndar er ekki öllum köttum illa við vatn. Sem dæmi má nefna Van-köttinn tyrkneska sem á heimkynni við Van-vatn í Austur-Tyrklandi. Þessi tegund er þvert á móti hrifin af vatni og kettirnir synda í vatninu sér til mikillar ánægju.

 

Sú staðreynd að margir húskettir hræðast vatn, tengist að líkindum hita og kulda. Pels katta er fremur þurr. Hann verður því gegnblautur á skömmum tíma og glatar þar með einangrunarhæfni sinni. Þetta skapar þó ekki nein meiri háttar vandamál fyrir ketti sem lifa í hlýju loftslagi. En kettir á kaldari svæðum hnattarins mega illa við því að missa líkamshitann á þennan hátt.

 

Og það verður heldur ekki betur séð en að því nær sem dregur miðbaug, því sáttari eru kettirnir við vatn.

Húskettir eru komnir af fjölmörgum villtum tegundum. Þeir sem komnir eru af evrópska villikettinum, sem lifir í tempruðu loftslagi, hafa erft vatnshræðslu hans.

 

Það gildir líka þótt þeir hafi síðar flust til heitari svæða. Flestir kettir sem við sjáum haldna á heimilum eru afkomendur evrópska villikattarins og þeim er því meinilla við að fara í bað.

 

Aðrar tegundir húskatta, sem komnar eru af núbíska villikettinum og þar með ættaðar af eyðimerkursvæðum í Norður-Afríku, þjást ekki af neinni vatnshræðslu.

 

Uppeldi hefur einnig talsvert að segja í þessu tilliti. Þannig þurfa sýningarkettir að sætta sig við að fara oft í bað. Hafi þeir vanist þessu strax sem kettlingar, hafa þeir ekkert á móti því.

BIRT: 01/07/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is