Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Ný rannsókn sýnir að margt fólk sem hefur reynslu af köttum fer iðulega ekki eins vel að þessum dýrum og best er.

BIRT: 22/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Margir hundaeigendur geta sjálfsagt kinkað kolli við þá tilhugsun að maður þurfi ekki nema bara vera að hugleiða að setjast í sófann, þegar hundurinn stekkur upp í sófann og gerir sér væntingar um blíðuhót. En það er dálítið annað mál með ketti. Reyndar allt öðruvísi, segja vísindamenn hjá Nottingham Trent-háskóla í Kanada.

 

Margir reyndir kattaeigendur strjúka dýrum sínum líka um þá staði á líkamanum sem kettirnir kæra sig ekkert um að séu snertir. Margir lyfta líka kettinum sínum á annan hátt en kötturinn kærir sig um og á óheppilegum tíma frá sjónarhóli kattarins.

 

„Það er að sjálfsögðu einstaklingsbundið hvernig kettir vilja láta umgangast sig. En það eru þó til almennar aðferðir til að láta dýrunum líða vel,“ útskýrir Lauren Finka sem rannsakar velferð og atferli dýra hjá Nottingham Trent-háskóla.

 

120 sjálfboðaliðar

Þessi ályktun var dregin af rannsókn með þátttöku 120 sjálfboðaliða sem allir voru látnir umgangast þrjá ketti sem þeir þekktu ekkert áður. Jafnframt voru þátttakendur látnir svara spurningum um eigin persónuleika og reynslu af köttum.

 

Eftir það var fólkið beðið að umgangast kettina á þann hátt sem því þætti eðlilegt að gera heima hjá sér.

 

Í ljós kom að það fólk sem kvaðst hafa reynslu af köttum hafði tilhneigingu til að strjúka rófuna, fæturna, hrygginn og magann, svæði sem köttum þykir ekki þægilegt að séu snert. Þau svæði sem kettirnir sjálfir telja heppilega fyrir blíðuhót eru eyrun, vangarnir og undir hökunni – sjá hreyfimynd hér.

 

Til viðbótar var fólk sem taldi sig vant köttum líklegra til að gefa kettinum minna frelsi og sjálfræði en köttum þykir sjálfum við hæfi.

 

Fólk sem hafði meiri formlega og faglega þekkingu á köttum sýndi miklu fremur atferli sem var í samræmi við dæmigerðan vilja katta. Og það gilti líka almennt um fólk sem lýsti sjálfu sér sem „þægilegu“ í umgengni.

 

Lestu meira um rannsóknina hér.

BIRT: 22/03/2023

HÖFUNDUR: POUL TVILUM

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is