Maðurinn

Hvers vegna verðum við örmagna af að gráta?

Ég hef veitt því eftirtekt að ég verð iðulega dauðþreytt eftir að hafa grátið. Af hverju?

BIRT: 26/02/2023

Andstætt við ýmsar aðrar tilfinningar sem við látum í ljós, svo sem að brosa, reiðast eða verða leið, þá reynir grátur ekki aðeins á vöðva andlitsins heldur einnig ýmsa aðra vöðva líkamans.

 

Vöðvar sem við notum til að draga andann koma t.d. mikið við sögu, andardrátturinn verður hraðari og slitróttari.

 

Hjartslátturinn verður að sama skapi örari og púlsinn fer upp úr öllu valdi. Við þetta má svo bæta að grátandi einstaklingur situr að jafnaði ekki kyrr, heldur tekur gjarnan um höfuð sér, nýr saman höndunum í örvæntingu og líkaminn skelfur.

 

Grátur reynir mikið á líkamann

Grátur er einkar flókið fyrirbæri sem látinn er í ljós á marga ólíka vegu frá einum til annars. Fyrir vikið er einnig ólíkt hversu margir vöðvar koma við sögu hjá hverjum og einum. Engu að síður leikur enginn vafi á því að grátur reynir mikið á líkamann. Aukin starfsemi vöðvanna, hjartans og öndunarfæranna gengur á orkuforða líkamans og sömu sögu er að segja af tára- og slímframleiðslunni.

 

Bandarískir vísindamenn mældu árið 1998 orkunotkun kornabarna í tengslum við ólíkar athafnir líkamans. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að grátandi börn vörðu um 30 prósent af samanlagðri orkunotkun sinni í sjálfan grátinn.

 

Grátur útheimti hartnær helmingi meiri orku en hefðbundin starfsemi og fjórum sinnum meiri orku en það að liggja kyrr í notalegheitum. Það er með öðrum orðum ekkert undarlegt að börn og fullorðnir örmagnist af því að gráta.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jól

Hver er uppruni jólanna?

Alheimurinn

Fjórar óskiljanlegar FFH-kenningar

Alheimurinn

Úr hverju er alheimur?

Heilsa

Sérstakar svefnvenjur geta aukið hættuna á hjartasjúkdómum um 26 prósent

Náttúran

Bessadýr: Harðgerðustu lífverur Jarðar

Maðurinn

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.