Heilsa

Þess vegna er gott að gráta

Rannsóknir sýna fram á að það geta verið nokkrar góðar ástæður til að leyfa tárunum að renna niður kinnarnar þegar þið eruð ánægð, sorgmædd eða reið.

BIRT: 02/04/2024

Það er talið að grátur sé eins konar frumhvöt sem kom upp löngu áður en við þróuðum með okkur raunverulegt tungumál. Og við erum sennilega eina tegundin sem gerir það.

 

Tilfinningaleg tár og nákvæm orsök þeirra eru og hafa verið vísindum nokkur ráðgáta – jafnvel löngu áður en hinn heimsfrægi náttúrufræðingur og jarðfræðingur Charles Darwin sagði þau án tilgangs árið 1872.

 

Og hvers vegna í ósköpunum ættu þessir söltu dropar að flæða yfir augnkrók okkar, gera sjón okkar óskýra, gera augun þrútin og gera okkur erfiðara fyrir að anda þegar við erum sorgmædd, reið eða glöð?

 

Þótt fáar rannsóknir séu til um tilfinningalegan grát, hafa sumir vísindamenn reynt að rannsaka fyrirbærið. Og vísbendingar erum um það sé full ástæða til þess að leyfa tárunum að fljóta, þar sem vatn úr augnkrókum getur haft ýmsan ávinning.

Tár breyta innihaldi

  • Grunntár
  • Sjá fyrir raka og fjarlægja örverur með t.d. slími, fitu, söltum, bakteríudrepandi ensími og mótefni.

 

  • Viðbragðstár
  • Myndast þegar augað er ert og skolar burt aðskotahlutum með mörgum ensímum og mótefnum.

 

  • Tilfinningatár
  • Knúin af sterkum tilfinningum eins og sársauka eða sorg og inniheldur streituhormón og verkjalyf.

Það getur gefið umhverfinu sterk skilaboð

Fyrir ungabörn er tilfinningalegur grátur mikilvægt samskiptatæki sem segir umheiminum að þau þurfi hjálp.

 

En það sama getur líka átt við um fullorðna.

 

Í lítilli rannsókn sem birt var í Sage Journals árið 2013 gerðu vísindamenn frá m.a. Háskólanum í Tilburg í Hollandi tvær tilraunir sem reyndu að leiða í ljós hvernig við skynjum svokölluð tilfinningatár annarra.

Þú verður aldrei uppiskroppa með tár

A: Tárakirtlarnir eru staðsettir undir efra augnlokinu utan á hvoru auga. Kirtlarnir framleiða u.þ.b. einn fjórðung lítra af tárum sem venjulega eru notuð til að væta og hreinsa augun.

 

B: Þegar við grátum losna úr læðingi aukatár sem renna ekki bara niður kinnarnar heldur líka í gegnum táragöngin í innri augnkróknum og lengra niður inn í nefið.

Viðfangsefnin horfðu á myndir af dapurlegum og hlutlausum andlitum í 50 millisekúndur – bæði með og án stafrænna tára.

 

Í báðum tilfellum gáfu þátttakendur til kynna að andlitin, þar sem rannsakendur höfðu sjálfir bætt við tárum, þyrftu meiri félagslegan stuðning og umönnun en þau sem voru án tára.

 

Að sögn vísindamannanna sýnir þetta að tilfinningatár þjóna sem mikilvægt sjónrænt merki til umheimsins mjög snemma á undirmeðvitundarstigi.

 

Það getur róað þig

Kannski hefur þú sjálf/ur fundið fyrir því hvernig heimurinn getur skyndilega orðið bærilegri eftir góðan grátur. Og það gæti í raun verið eitthvað til í því samkvæmt vísindum.

Vísindamenn skoðuðu alls 16 mismunandi lífmerki í blóði, þar á meðal kólesteról og glúkósa. Auk þess skoðuðu þeir blóðþrýsting, BMI og lungnastarfsemi.

Í rannsókn sem birt var í vísindatímaritinu Frontiers in Psychology árið 2014 komust vísindamenn að því að tilfinningalegur grátur getur haft róandi áhrif á viðkomandi ef hann á sér stað í að minnsta kosti nokkrar mínútur.

 

Önnur viðurkennd kenning er sú að hin svokölluðu tilfinningatár auki á framleiðslu hamingjuhormóna eins og oxytósíns og endorfíns og létti þannig bæði andlegan og líkamlegan sársauka og lætur þér líða betur.

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvers vegna ríkir fjandskapur milli Bandaríkjanna og Íran?

Menning og saga

Örvæntingarfullur flughernaður yfir Ísrael

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Jörðin

Frá iðrum jarðar til fjarlægra stjörnuþoka

Náttúran

Stutt samantekt: Þetta eru 5 verstu gastegundirnar

Lifandi Saga

Saga skófatnaðar: Skór fyrir alla

Heilsa

Einelti skapar óhugnanleg ummerki í heila

Náttúran

Hitinn í bandarískri stórborg mældist yfir 38 gráður hvern einasta dag í allt sumar.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is