Náttúran

Hversu djúpur er dýpsti hellir jarðarinnar?

Hvar er dýpsti hellir í heimi og hefur hellafræðingum tekist að komast á botn hans?

BIRT: 04/06/2022

Dýpsti hellir sem við vitum um er hinn 2212 metra djúpi Verëvkina, staðsettur í Georgíu. Hellirinn uppgötvaðist árið 1968 þegar vísindamenn frá Sovétríkjunum fóru 115 metra niður í hann og komust að því að hann hafði ganga sem teygðu sig enn dýpra.

 

Árið 1983 kannaði rússneskur leiðangur einn af göngunum sem náði niður á 440 metra dýpi.

 

Eftir aldamótin fylgdu í kjölfarið nokkrir leiðangrar, og þá ekki aðeins í Verëvkina heldur einnig í öðrum djúpum hellum sem finnast á svæðinu.

Dýpstu hellar heims finnast í fjallgarðinum á norðvesturhorni Georgíu (gulur hringur), nálægt Svartahafi.

Reyndar eru fjórir dýpstu hellar heims í Georgíu. Næst dýpstur er Krubera-Voronja hellirinn, sem nær 2199 metra undir yfirborð jarðar.

 

Þessi hellir er hins vegar 5,5 kílómetrum lengri en Verëvkina hellirinn, sem þýðir að leiðin niður er almennt ekki eins brött. En brattir hellagangar niður á við eru erfiðir yfirferðar fyrir hellarannsakendur sem þurfa að nota sama búnað og fjallgöngumenn til að ná niður í hellinn og ekki síst upp aftur.

 

Botninum náð árið 2017

Árið 2017 komst rússneskur leiðangur undir forystu Pavels Demidovs á botn Verëvkina, þar sem hellirinn nær jafnvel enn lengra í litlum rangölum. Það er því ekki hægt að útiloka að sumir þeirra leiði til enn meira dýpis.

 

Hellarnir djúpu í Georgíu eru myndaðir af grunnvatni sem í árþúsundir hefur borað sig niður í gegnum kalkríkan jarðveg.

Árþúsunda vatnsflæði hefur sorfið djúp gljúfur í Verëvkina hellinn, og hellafræðingar þurfa að nota fjallgöngubúnað til að komast um.

Við vitum, út frá manngerðum borholum, að grunnvatn getur náð niður á tæplega sjö kílómetra dýpi og því er hugsanlegt að til séu hellar sem ná niður á það dýpi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JENS E. MATTHIESEN

© Shutterstock. © Petr Lyubimov

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Gallerí: Baráttan við náttúruöflin

Lifandi Saga

Miðaldir voru tími svikahrappanna: Sérfróðir í svikum og prettum 

Lifandi Saga

Hversu margir bjuggu í Ameríku þegar Kólumbus bar að garði?

Lifandi Saga

Öll von slokknaði í fangelsum 19. aldarinnar

Maðurinn

Streita veldur ofþyngd

Maðurinn

Svartir punktar afhjúpa getgátur heilans

Alheimurinn

Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Náttúran

Skoðið myndirnar: Úlfar hegða sér eins og allt önnur dýr

Alheimurinn

Ótrúlegt afrek: Nemendur slá nokkur heimsmet með heimagerðri eldflaug

Náttúran

Hversu stór gátu skorkvikindi orðið?

Lifandi Saga

Olíuborpallur springur: Eldhaf í Norðursjó

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.