Hve djúpt niður geta plöntur skotið rótum?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

 

Flestir sjá plöntur að líkindum fyrir sér sem þá grænu og brúnu plöntuhluta sem við sjáum standa upp úr jörð, en reyndar er meirihluti plöntunnar oft neðanjarðar í formi róta.

 

Sumar plöntur hafa lagt miklu meira en helming lífmassa síns í rætur og rætur stórra trjáa teygja sig yfirleitt lengra til allra átta en trjákrónan. Tilraun sem gerð var á ræktaðri rúg-plöntu sýndi að eftir 4 mánuði í moldarkassa hafði hún sent frá sér rætur sem samtals mældust 623 km. Yfirborð rótanna var 639 fermetrar og þar með 139 sinnum meira en flatarmál þeirra plöntuhluta sem voru ofanjarðar.

 

Hversu djúpt rætur plantna vaxa, fer eftir því hversu djúpt plantan þarf að leita eftir vatni. Plöntur á þurrlendum svæðum skjóta rótum sínum dýpst, því þær þurfa að vaxa alla leið niður á grunnvatn sem getur verið á talsverðu dýpi.

 

Þegar verið var að grafa Súezskurðinn fundu menn t.d. akasíutré með rætur sem náðu allt að 30 metra niður í jörðina. Það eru þó hinar eiginlegu eyðimerkurplöntur, ýmsir smárunnar og grös sem vaxa lengst niður á við og geta komið rótum meira en 50 metra niður. Í námu einni í Arizona-eyðimörkinni fundust þannig rætur mesquitotrés á 53,3 metra dýpi.

 

M.a. í Suður-Afríku gera námufélög tilraunir með eyðimerkurplöntur með djúptleitandi rætur til að finna verðmæt efni í jörðu. Grasplöntur taka t.d. til sín gull á miklu dýpi og flytja það alla leið upp í þá hluta plöntunnar sem standa upp úr jörðu.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is