Jarðfræðingar finna hláturgas í saltvatni á Suðurskautslandinu

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hláturgas (N2O) er ein öflugasta gróðurhúsalofttegund sem þekkist. Hingað til hafa vísindamenn talið að hláturgas myndaðist lífrænt þegar bakteríur brjóta niður lífrænt efni í sjó eða jarðvegi. En nú hafa bandarískir vísindamenn sér til undrunar uppgötvað að hláturgas getur einnig myndast í sjálfstæðu efnaferli.

 

Þetta „kemíska“ hláturgas fundu vísindamennirnir þegar þeir rannsökuðu afar salt stöðuvatn, Don Juan, á Suðurskautslandinu. Seltan í vatninu er 40% og þetta litla og grunna stöðuvatn er þar með saltasta vatn heims. Til samanburðar er Dauðahafið „aðeins“ 30% salt. Hláturgasið í Don Juan-vatni myndast í efnahvörfum milli nítrítríks saltvatns og gosbergs sem inniheldur járn. Vísindamennirnir hjá Georgíuháskóla telja þessi einföldu efnahvörf að líkindum eiga sér stað víða annars staðar.

 

Hláturgas er um 300 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur og þessi nýja þekking gæti leitt til betri skilnings á hinni hnattrænu hlýnun.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is