Lifandi Saga

Hversu marga myrti Charles Manson?

Einn af þekktustu morðingjum sögunnar, Charles Manson heilaþvoði 20 ungmenni og fékk þau til að fremja morð en tók sjálfur ekki þátt í ódæðisverkunum.

BIRT: 10/01/2024

Bandaríkjamaðurinn Charles Manson er þekktur sem einn alræmdasti morðingi sögunnar, þó svo að aldrei hafi tekist að sanna að hann sjálfur hafi í raun réttri drepið neinn.

 

Hann var nálægt því að deyða mann í júlí árið 1969 þegar hann skaut á mann sem hann átti í eiturlyfjaviðskiptum við en maðurinn lifði skotárásina af.

 

Manson var engu að síður dæmdur til dauða hinn 29. mars 1971 fyrir að myrða sjö manns að yfirlögðu ráði.

 

Dauðadóminum var síðar meir breytt í lífstíðarfangelsi. Öll fórnarlömbin höfðu verið stungin til bana af meðlimum sértrúarsafnaðar Charles Mansons sem gekk undir heitinu Fjölskyldan.

 

Heilaþvegin til að drepa

Dómarinn áleit Manson standa að baki öllum morðunum, því hann hefði heilaþvegið gerendurna og hvatt þá til að fremja morðin.

 

Áður en að réttarhöldunum kom hafði hinn 35 ára gamli Manson varið hálfri ævinni á bak við lás og slá.

 

Þessum geðveila atvinnuleysingja tókst á árunum upp úr 1967 að safna í kringum sig um 20 manna hópi og stofna sértrúarreglu þar sem myrkur hugsanagangur hans var hafður í öndvegi.

 

Manson sannfærði fylgjendur sína um að dómsdagur væri í nánd og myndi hafa í för með sér hatramma kynþáttastyrjöld sem lærisveinar Mansons ættu eftir að hafa betur í.

 

Í ágúst árið 1969 frömdu áhangendur Mansons nokkur morð til að marka upphaf kynþáttastríðsins.

 

Charles Manson varði ævinni í fangelsi þar til hann lést 83 ára gamall hinn 19. nóvember árið 2017.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

Bettmann Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.