Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Fær margt atvinnutónlistarfólk eyrnasuð (tinnitius)?

BIRT: 20/02/2024

Heyrnarskemmdir, m.a. eyrnasuð (læknisfræðilegt heiti: tinnitus), er afar algengur atvinnusjúkdómur meðal atvinnufólks á sviði tónlistar.

 

Rannsóknir hafa leitt í ljós að um 30% af öllu rokk- og popplistarfólki hefur orðið fyrir varanlegri heyrnarskerðingu en reyndar er hlutfallið enn hærra sé litið til sígildrar tónlistar því alls 52% hljóðfæraleikara á sviði klassíkur þjáist af heyrnarskerðingu.

 

Skynfrumur skaddast

Eyrnasuð er nær alltaf tengt slælegri heyrn og því er lýst sem hljóði í eyra sem ekki á rætur að rekja utan líkamans. Heilinn fær með öðrum orðum boð um hljóð sem er ekki fyrir hendi.

 

Þetta gerist þegar skynfrumurnar, þ.e. fíngerðu hárin í innra eyranu, skaddast af völdum endurtekinna háværra hljóðáhrifa.

 

Eyrnasuð er engan veginn alltaf eins. Um getur verið að ræða viðvarandi hljóð eða þá hljóð sem kemur og fer. Það kann að vera í öðru eða báðum eyrum og getur lýst sér sem hvinur, niður eða eins konar vélarhljóð.

 

Æ fleiri þjást af eyrnasuði

Talið er að eyrnasuð hafi aukist verulega á undanförnum árum, bæði meðal tónlistarfólks og þeirra sem stunda tónleika af krafti.

 

Ekki þykir ólíklegt að ýmsir eyrnaskaðar geri vart við sig eftir því sem magnarar, hátalarar og tækjabúnaður verður betri.

 

Áður fyrr var ekki hægt að láta tónlistina heyrast vel, jafnframt því að hækka allt í botn, og þetta gerði það eðlilega að verkum að færri en ella urðu fyrir heyrnarskerðingu.

 

Ekki er til nein kraftaverkalækning gegn eyrnasuði en nú á dögum er beitt nýrri sálfræðimeðferð sem gengur út á það að breyta upplifun sjúklinganna á hljóðinu.

Þekktir tónlistarmenn með eyrnasuð

Meðal þekktra tónlistarmanna sem þjást af þessum sjúkdómi:

 

Eric Clapton

Phil Collins, 

Anthony Kiedis (Red Hot Chili Peppers), 

Pete Townshend (The Who

Chris Martin (Coldplay)

Barbara Streisand

Will.I.Am

Ozzy Osbourne

Neil Young

Moby

Lars Ulrich

Liam Gallagher

Noel Gallagher

Roger Taylor

Thom Yorke

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is