Eyrun greina mun á heitu og köldu vatni

Þú hefur ofurhæfileika sem þú hefur kannski ekki tekið eftir: Eyru þín eru fær um að skynja mun á heitu og köldu vatni með því einu að heyra það renna.

BIRT: 30/03/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ef þú ert í vafa um hvort vatnið í glasinu er heitt eða kalt, er auðvitað hægt að nota snertiskynið.

 

En vissirðu að þú getur skorið úr þessu með því einu að hlusta á vatnið renna í glasið?

 

Gerðu tilraunina

Heilinn hefur nefnilega ómeðvitað lært að greina mun á hljóðinu eftir öll þau glös og bolla af heitum og köldum drykkjum sem þú hefur drukkið um ævina. Jafnvel þótt þú hafir aldrei tekið eftir því.

 

Ef þú trúir okkur ekki ættirðu að gera tilraunina sem sýnd er í myndbandinu:

Ástæða þess að heitt og kalt vatn gefa ekki frá sér alveg sama hljóð liggur í „seigju“ vatnsins.

 

Það er auðvelt að sjá t.d. muninn á heitu og köldu hunangi.

 

Heitt hunang er meira þunnfljótandi, hefur sem sagt minni seigju en kalt hunang.

 

Þú sérð ekki muninn á heitu og köldu vatni en getur aftur á móti heyrt hann.

 

Sameindir á meiri hreyfingu

Kalda vatnið hefur meiri seigju og sameindirnar minni orku sem þýðir að þær hreyfast minna og hljómar því líkt og það sé hægfara.

 

Heitt vatn gefur á móti frá sér hærra hljóð, þegar það t.d. skellur á botni glassins eða á sturtubotninum, því sameindirnar eru á meiri hreyfingu.

BIRT: 30/03/2022

HÖFUNDUR: Nanna Vium

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is