Gufar vatn upp af sjálfu sér?

Hvernig stendur á því að vatn gufar hægt og rólega upp við stofuhita? Okkur hefur verið kennt að vatn taki ekki á sig loftform fyrr en við 100 gráðu hita

BIRT: 30/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Til að vatn gufi upp þurfa einstakar vatnssameindir að sigrast á rafspennusamloðun við aðrar vatnssameindir.

 

Til þess þarf orku og það er ekki fyrr en við 100 gráðu hita sem orkan verður næg til þess að sameindirnar fari hratt yfir í gasform. Að vatn skuli smám saman gufa upp við 20 gráður stafar af því að einstakar sameindir ná upp nógu miklum hraða til að rífa sig lausar.

 

Hitastig vatns segir ekki til um orku einstakra sameinda í vatninu, heldur er einungis til marks um meðaltalsorku óteljandi vatnssameinda. Hefðu allar vatnssameindirnar nákvæmlega sömu orku næði engin þeirra að rífa sig lausa og þar með yrði engin uppgufun.

 

En hraði sameinda í vatninu er mjög misjafn og það eru alltaf einungis stakar sameindir sem hafa næga orku til að losna.

 

Því hærra sem hitastig vatnsins er, því hraðari verður uppgufunin í heild.

BIRT: 30/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Anton Darius

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is