Af hverju má ekki hella vatni á brennandi steikarolíu?

Þegar kviknar í heitri steikingarolíu eru það í raun olíugufur rétt fyrir ofan yfirborðið sem brenna. Eldurinn takmarkast af því á hversu stóru svæði vökvinn getur gufað upp. Þetta svæði verður miklu stærra þegar þú hellir vatni yfir brennandi olíuna.

BIRT: 28/01/2023

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Þegar kviknar í steikarolíu er það reyndar gufan sem leggur upp af olíunni sem brennur.

 

Eldurinn takmarkast af því hve stórt svæði olían hefur til að gufa upp. Svæðið stækkar til mikilla muna ef maður hellir vatni á olíuna og það er þar sem vandinn liggur.

 

Þegar kviknar í steikingarolíu er hún orðin miklu heitari en 100 gráður sem er suðumark vatns. Vatnið breytist því samstundis í gufu sé því hellt yfir olíuna.

 

Vatn þenst út við uppgufun og rúmmál gufunnar verður um 1.700 sinnum meira svo gufan þenst því strax út um allt eldhúsið. Þessi gufa er brennandi heit en hitt er þó verra að hún tekur með sér mikið magn olíudropa upp úr pottinum. Þannig margfaldast það svæði sem olían hefur til að gufa upp.

 

Eldurinn fær líka mun meira súrefni og eldurinn magnast af sprengikrafti.

 

Það á þess vegna aldrei að reyna að slökkva í logandi matarolíu með vatni. Þess í stað á að slökkva undir steikarpottinum og reyna síðan að kæfa eldinn. Best er eldvarnarteppi en líka má setja lokið á pottinn og bíða svo þangað til allt er orðið kalt.

BIRT: 28/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is