Maðurinn

Af hverju gróa sár á tungunni hraðar?

Þegar ég bít mig í tunguna fæ ég blóðbragð í munninn – en sárið hverfur mun fyrr en t.d. sár á hnénu. Hvernig stendur á því?

BIRT: 05/01/2023

Það getur verið sárt að bíta sig í tunguna en til allrar lukku er sárið mjög fljótt að gróa.

 

Hluti skýringarinnar er sá að aðstæður í munninum uppfylla allar sáragræðslukröfur mjög vel. Sár í munninum helst t.d. stöðugt rakt og það hjálpar til.

 

Skurfa á hné þornar hins vegar og fyrir bragðið deyja fleiri frumur sem svo þýðir að líkaminn þarf að leggja meira verk í að græða sárið.

 

Raki flýtir græðslunni, m.a. með því að koma frumunum til að skipta sér hraðar.

Tennurnar eru aðalskúrkurinn

  • Hvað:
  • Lítil sár á tungu eru algeng. Þau myndast m.a. í íþróttum við tal eða máltíð og stundum jafnvel í svefni.

 

  • Hvernig:
  • Sár á tungunni stafa oftast af tönnunum svo sem þegar þú bítur í tunguna um leið og þú tyggur.

 

  • Hvar:
  • Tungubroddurinn er í mestri hættu. Sár aftar á tungunni valda þó meiri sársauka vegna stærri tauga.

 

Rannsóknir sýna að raki lágmarkar þann fjölda frumna sem valda bólgum. Við bætist að hættan á því að bakteríur komist í sárið og valdi bólgum er miklu minni innan í líkamanum en utan á honum.

 

Á síðari árum hafa vísindamenn uppgötvað ýmis áður óþekkt atriði sem gagnast munninum við að græða sár.

 

Bandarískir vísindamenn undir forystu líffræðingsins Mariu Morasso sýndu þannig fram á það árið 2018 að gen sem stuðla að sáragræðslu eru stöðugt virk í munninum en annars staðar í líkamanum virkjast þau ekki fyrr en húðin rofnar.

 

Árið áður höfðu síleskir vísindamenn uppgötvað hvernig vissar amínósýrur, svonefnd histatín sem er að finna í munnvatni, örva húðstofnfrumur til að mynda lag yfir sárbotninn.

 

Þannig er sárið byggt upp neðan frá, hvort heldur það er í tungu eða kinn og örvefur verður þess vegna sáralítill.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is