Search

Af hverju myndast móða á bílrúðum?

Þegar kalt er á morgnana lendir maður í vandræðum með móðu innan á bílrúðunum. Af hverju stafar hún og er hægt að komast hjá þessu?

BIRT: 17/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Það er ekki óalgengt að þurfa að byrja á að hreinsa móðu af gluggarúðum áður en maður ekur af stað. Móðan myndast oftast þegar raki er í lofti og hitastigið lækkar yfir nóttina.

 

Geta loftsins til að halda raka minnkar nefnilega þegar hitinn lækkar því kalt loft heldur í sér minni raka en heitt.

 

Vatnsgufan þéttist og myndar fíngerða vatnsdropa sem setjast á bílrúðurnar þar eð þær eru köldustu yfirborðsfletirnir í bílnum. Rúðurnar mynda aðeins eitt lag milli loftsins inni í og utan við bílinn.

 

Hlýr bíll og ferskt loft losa um móðuna

Döggin á rúðunum gerir þær ógagnsæjar og því þarf að hreinsa hana af áður en ekið er af stað.

 

Ef þú ætlar að svíkjast um þetta að mestu leyti og t.d. hreinsa bara hluta af framrúðunni með handarjaðrinum, áttu sektir á hættu.

Þrjú ráð gegn móðunni

Það er ekki hægt að komast alveg hjá því að dögg setjist á rúðurnar en það er gerlegt að draga talsvert úr móðunni með því að draga úr raka og kælingu inni í bílnum.

1. Fjarlægðu raka

Fólk bætir raka í loftið í bílnum, t.d. bara með útöndun og við því er ekkert að gera. Fjarlægðu hins vegar aðrar uppsprettur rakans, svo sem blautar mottur, föt og hálftóma kaffibolla.

2. Þurrkaðu loftið

Loftaðu út með því að opna dyr og afturlúgu þegar þú kemur heim. Þannig fjarlægirðu raka. Lítinn poka með rakadrægu efni má líka setja við framrúðuna.

3. Dragðu úr kælingu

Ef þú leggur í bílastæði undir þaki verður minni hitaútgeislun úr bílnum og rúðurnar kólna minna. Líka má setja yfirbreiðslu yfir bílinn eða jafnvel leggja pappaspjöld upp að bílrúðunum.

Best er að fjarlægja móðuna með þurrum klút. Með því að setja miðstöðina í gang og hita bílinn hverfur móðan líka á nokkrum mínútum.

 

Sápa heldur móðunni frá

Svo eru til dýrir móðuúðar og reyndar líka einföld ráð til að draga úr móðunni.

 

Prófaðu t.d. að fægja rúðurnar með hreinum klút með nokkrum dropum af uppþvottalegi. Sápan myndar þunna húð sem kemur í veg fyrir að daggardropar festi sig við rúðuna.

 

Ef móða myndast á akstri skaltu stilla miðstöðina þannig að hún dragi inn loft. Ef sama loftið fer hring eftir hring í bílnum heldur það áfram sama loftraka.

 

Það má líka aðgæta hvort t.d. dagblöð loki niðurfallsgötum undir framrúðunni.

 

Almennt þarf að gæta þess að raki safnist ekki upp í bílnum, því hann getur sest í sæti og klæðningu og valdið þar myglu og óheilsusamlegum sveppagróðri.

BIRT: 17/10/2022

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Shutterstock & Lotte Fredslund

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is