Af hverju heyrir maður vel í vatni?

Þegar maður stingur sér niður í sundlaug heyrast öll hljóð allt í einu mjög greinilega. Hvernig stendur á því?

BIRT: 03/03/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hljóð berst um efni – yfirleitt loft – í bylgjum sem þynnast og þykkjast til skiptis. Þegar hljóðið nær eyrunum skella bylgjurnar á hljóðhimnunni og áfram til innra eyrans þar sem upphafsmeðhöndlun hljóðboðanna fer fram.

 

Hljóðstyrkurinn ræðst af því hve mikil orka leynist í hljóðbylgjunum og orkan verður meiri þegar hljóðbylgjur fara gegnum þéttara efni.

 

Vatn er verulega þéttara en loft (þótt það sé á hinn bóginn ekki jafn samþjappanlegt) og sveiflur í vatni geta því valdið meiri sveiflum á hljóðhimnunni.

 

Hljóðhraði á leið gegnum mismunandi efni veitir nokkurn skilning á því hve öflugar hljóðbylgjurnar eru. Hljóðhraðinn er um 1.500 metrar á sekúndu í vatni en 300 m/sek. í lofti.

 

Í stáli getur hljóð borist meira en 5 km á einni sekúndu. Í lofttómu rúmi er hins vegar ekkert efni til að bera hljóðið og þar geta því ekki myndast neinar hljóðbylgjur.

BIRT: 03/03/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is