Náttúran

Taugaboð eru hljóðbylgjur

BIRT: 04/11/2014

Samkvæmt tveimur vísindamönnum við Háskólann í Kaupmannahöfn eru taugaboð ekki rafboð heldur hljóðbylgjur sem fara um taugarnar. Kenningin útskýrir í fyrsta sinn hvers vegna svæfing virkar deyfandi. Þetta er afar umdeild kenning, en sífellt leggja fleiri læknar og líffræðingar lag sitt við hana.

 

Í öllum kennslubókum – allt frá grunnskóla til háskóla – segir að taugar eigi samskipti með spennumun sem fer um taugarnar. Þetta uppgötvuðu bresku læknarnir Alan Lloyd Hodgkin og Andrew Huxley þegar árið 1952. Uppgötvunin gat á þeim tíma loksins útskýrt mörg grundvallarferli líkamans í mönnum og öðrum dýrum. En allt frá því að hið svonefnda Hodgkin-Huxley líkan kom fram hafa ýmis vandkvæði fylgt því og aðrir fræðimenn hafa þurft að aðlaga líkanið að ósamrýmanlegum niðurstöðum úr tilraunum sínum.

 

Rafboðin eru aukaafurð

 

Nú segja eðlisfræðingarnir Thomas Heimburg og Andrew Jackson blátt áfram að þessi sígilda kenning sé röng. Það eru ekki rafboðin sem senda upplýsingarnar af stað. Þau eru einungis aukaafurð af raunverulegu taugaboði, er orsakast af hljóðbylgju sem fer um himnu frumunnar og þrýstir henni saman.

 

Þessi nýja kenning útskýrir fjölmörg vandamál sem voru fylgifiskar hinnar gömlu. Og eins er hún í grunninn mun einfaldari. Andrew Jackson líkir jafnframt sígilda taugalíkaninu við hina fornu heimsmynd manna þegar Jörðin var í miðju sólkerfisins. Þá voru fjölmargar athuganir sem ekki pössuðu inn í þá heimsmynd og með tímanum þurfti að laga hana, sem gerðist þegar Kóperníkus setti sólina í miðju árið 1543. Rétt eins og kirkjan vildi þá ekki samþykkja hina nýju heimsmynd, þá brugðust læknavísindin við birtingu á kenningu Heimburgs og Jacksons árið 2005 með miklum efasemdum. En þegar þeir opinberuðu einnig hvernig kenningin gæti útskýrt svæfingar tóku læknar og fræðimenn smám saman að taka þá alvarlega. Það er nefnilega að finna fjölda svæfingaefna sem eru ákaflega ólík að gerð, og til þessa hefur það verið ráðgáta hvernig efnin eru engu að síður fær um að slökkva á taugunum þannig að við kennum ekki sársauka við uppskurð.

 

Samkvæmt nýju kenningunni stafa taugaboð af sérstakri gerð hljóðbylgna sem nefnd eru solitónur. Venjulegar hljóðbylgjur dreifast í allar áttir og verða stöðugt veikari, en solitónur einkennast af hreyfingu í aðeins eina átt og viðhalda jafnframt styrk sínum áður en þær deyja skyndilega út. Hljóð dreifist nánast ætíð sem venjulegar bylgjur, en ef það fer í gegnum efni með tiltekna eiginleika getur það orðið að solitónum. Það eru einmitt þessir eiginleikar sem eru til staðar í fitulagi frumuhimnu tauganna þegar þær eru á mörkum þess að vera fastar og fljótandi.

 

Hitastigsfall má nú útskýra

 

Rétt eins og smjör og ólívuolía er fljótandi við stofuhita en storknar í ísskápnum hafa fituefni tauganna bræðslumark, sem liggur rétt ofan við líkamshita og þetta veitir þeim sérstaka solitón-eiginleika. Þegar taugaboð í formi þessarra sérstöku hljóðbylgna fara um taug, þrýstist frumuhimnan auðveldlega saman við jaðar bylgjunnar og nær aftur venjulegu formi sínu um leið og bylgjan er farin hjá. Það er einmitt við þennan samanþrýsting að rafboðin sem fylgja sérhverju taugaboði verða til sem aukaverkun. Í frumuhimnunni er nefnilega að finna aragrúa af hlöðnum prótínum, sameindum og jónum, og þegar fjarlægðin milli þeirra breytist vegna þrýstibylgju solitónanna myndast rafspenna.

 

Þessi nýja kenning útskýrir sum af þeim fyrirbærum taugaboða, sem til þessa hefur aldrei fundist góð útskýring á. Sem dæmi hafa menn um áraraðir vitað að taugaboði fylgir skammvinn hitastigshækkun, og síðan lækkun þegar taugafruman nær aftur upprunalegu formi. Hitastigsaukninguna er auðvelt að útskýra út frá gömlu kenningunni því mótstaða veldur ævinlega hita þegar straumur fer í gegn. En hitastigslækkunin sem fylgir í kjölfarið stríðir gegn lögmálum eðlisfræðinnar sem geta ekki útskýrt hvernig straumur veldur minnkandi hita. Þetta hefur verið einn helsti ókostur gömlu kenningarinnar. Ef taugaboð breiðast út þess í stað eins og hljóðbylgjur, eða solitónur, er hitastigslækkunin eðlileg afleiðing af skammvinnum samþrýstingi og útvíkkun frumuhimnunnar.

 

Vísindamenn hafa annars áður greint að þykkt tauganna breytist þegar boðin fara í gegnum þær. Þetta minnir einna helst á slöngu sem hefur gleypt mús og sjá má hvernig músin rennur niður í maga slöngunnar. Hin sígilda kenning Hodgkin-Huxley líkansins hefur heldur ekki getað útskýrt þessa líkamlegu breytingu. En hún er eðlileg afleiðing af hljóðbylgjulíkani Heimburgs og Jacksons.

 

Kenningin útskýrir verkun svæfinga

 

Besta röksemd fræðimannanna fyrir þessari umdeildu kenningu er hins vegar að hún útskýrir verkun svæfinga. Afar ólík efni eins og frumefnið xenon (Xe), einfalt ólífrænt efni eins og hláturgas (N2O), lítil lífræn sameind eins og eter (C4H10O) og flóknara efnasamband eins og ísóflúran (C3H2CIF5O), hafa sömu hamlandi verkun á taugarnar, þannig að þær geta ekki sent boð sín á milli. Það hefur verið ráðgáta hvernig stendur á þessu allt frá því að eter var notaður við fyrsta uppskurðinn með svæfinu árið 1846. Viðtekin skýring hefur verið að efnin tengist prótínum í frumuhimnu tauganna svo þær geti ekki myndað rafboð, en aldrei hefur tekist að staðfesta kenninguna með tilraunum.

 

Heimburg og Jackson hafa hins vegar afar eðlilega og einfalda skýringu á þessu vandamáli. Þeir benda á að menn hafi um áratugaskeið vitað að deyfandi virkni svæfingarefna samsvarar nákvæmlega hversu vel efnin leysast upp í ólívuolíu. Breski líffræðingurinn Charles Ernest Overton og þýski efnafræðingurinn Hans Meyer settu þegar árið 1901 svonefnda fitu-kenningu, sem kvað á um að virkni svæfingaefna felist í að leysa upp fituríka himnu tauganna, og þannig eyðileggi aðstæður til að mynda og viðhalda taugaboðum. Upphaflega kenningin útskýrði ekki hvað gerist eiginlega við frumuhimnuna, heldur gerði ráð fyrir að einhvers konar óreiða ætti sér stað. En nú kemur fitukenningin aftur í sviðsljósið þegar frumuhimna tauganna leysist upp vegna svæfingarefna, þar sem bræðslumark hennar fellur. Þar með verður bilið milli líkamshita og bræðslumarksins of lítið til að hinar sérstöku hljóðbylgjur, solitónurnar, geti myndast. Og fyrir vikið stöðvast taugaboðin.

 

Erfitt er að sanna kenninguna

 

Heimburg og Jackson birtu skýringu sína á þessum almennu eiginleikum svæfinga árið 2007 og síðan hafa læknar og líffræðingar litið mun jákvæðari augum á kenninguna um að taugaboð séu í raun hljóðbylgjur. Kenningin veitir nefnilega einnig skynsamlega skýringu á mörg önnur samhengi svæfinga, sem til þessa hafa ekki verið útskýrð. Reynslan sýnir að deyfing virkar ekki sérlega vel við háan þrýsting og að sjúklingar með alvarleg brunasár – sem oft eru meðhöndluð undir þrýstingi – þurfa meiri svæfingu en alla jafnan til að deyfa sársaukann. Tilraunir hafa ennfremur sýnt að dýr undir svæfingu vakna hreinlega upp þegar þrýstingurinn er nægjanlega mikill. Þessar niðurstöður komu því Thomas Heimburg og Andrew Jackson ekki á óvart. Þrýstingurinn hefur áhrif á bræðslumark frumuhimnanna og þeir hafa reiknað út að þetta passar ágætlega við muninn á virkni þrýstings á annars vegar bræðslumark og hins vegar virkni svæfingalyfja.

 

Með sama hætti veitir hljóðbylgjukenningin einnig skýringu á hvers vegna svæfing virkar illa á sýktan vef. Sýkingin sýrir vefinn og fræðimenn hafa sýnt að í hvert sinn sem pH-gildi fellur um eina einingu, hækkar bræðslumark himnunnar um 1,8° C. Þessi áhrif nægja til að útskýra samhengið milli sýkingar og minnkandi virkni deyfingar.

 

Heimburg og Jackson hafa því tromp á höndinni þegar þeir þurfa að verja kenningu sína um að taugaboð breiðist út í formi hljóðbylgna, en ekki sem rafboð. En í reynd getur reynst örðugara að sanna kenninguna. Frumuhimnur eru nefnilega afar breytilegar því hlutfall mismunandi fituefna breytist í þeim eftir því sem fjölmörg prótín, sölt og aðrar sameindir fara stöðugt um himnuna og einnig út og inn úr henni. Þessar breytingar hafa mikil áhrif á bræðslumark himnunnar og jafnframt möguleika solitóna á að myndast. Breytingarnar eru auk þess afar staðbundnar, þannig að bræðslumarkið er ekki hið sama á öllum stöðum einnar frumuhimnu, heldur getur breyst um nokkrar gráður innan fjarlægðar sem nemur aðeins brotabroti úr millimetra. Ekki er heldur að finna neina auðvelda aðferð á bræðslumarki taugafrumu án þess að eyðileggja hana og því getur reynst afar örðugt að sanna hvernig hljóðbylgjur í raun dreifast um í lifandi frumuhimnu tauga. Fram til þessa hefur kenning Heimburgs og Jacksons því grundvallast á fræðilegum ályktunum út frá tilraunum á einangruðum frumuhimnum, sem hafa því ekki verið lifandi.

 

Enn skortir svör

 

Önnur áskorun kenningarinnar felst í að útskýra hvers vegna taugafrumur eru búnar gríðarlegum fjölda af jónagöngum í himnunni. Jónagöngin stýra inn- og útstreymi rafhlaðinna natríum- og kalíumjóna, sem samkvæmt viðtekinni kenningu mynda rafboðin í taugum. Í tilraunum á lifandi taugafrumum hafa menn sýnt hvernig þessi jónagöng opnast og lokast í nákvæmlega samhæfðu mynstri, sem samsvarar fyllilega útbreiðslu taugaboða. Þriðja stóra áskorunin verður síðan að útskýra hvernig taugaboðin flytjast frá einni taug til annarra í svonefndum griplum. Á þessu sviði sækir viðtekin kenning styrk sinn í vísindalegar tilraunir sem sýna hlutverk jónaganganna í ferlinu.

 

Þessar tvær kenningar þurfa þó ekki nauðsynlega að útiloka hvor aðra. Það er óumdeilanlegt að rafboð myndast við útbreiðslu taugaboða, en eins og áður hefur verið nefnt má skýra þá virkni sem aukaafurð á þrýstingi hljóðbylgna í taugahimnunni og í slíku tilviki geta jónagöngin gegnt mikilvægu hlutverki í að jafna út þennan spennumun.

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Lifandi Saga

Hvenær eignuðumst við grasflatir?

Lifandi Saga

Hvaðan eru indíánar?

Menning

Muhammad Ali: Versti andstæðingur hans var BNA 

Tækni

Er gler í rauninni vökvi?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Lifandi Saga

EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Óhefðbundin en áhrifarík meðferð geðraskana

Lifandi Saga

Barbie breyttist í hasarhetju

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Hvaða núlifandi dýr hefur breyst minnst?

Náttúran

Hvaða núlifandi dýr hefur breyst minnst?

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Heilsa

Vísindamenn hafa loksins leyst barnadauðaráðgátu.

Lifandi Saga

Hin voldugu turnskip Kínverja þoldu hvorki öldugang né vind 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættum við að nota einglyrni?

Náttúran

Tungan kom lífinu upp á þurrlendið

Lifandi Saga

Persneskur kóngur stal borg óvina og endurreisti hana í eigin ríki 

Vinsælast

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

4

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

5

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

6

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

1

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

2

Læknisfræði

Þannig má vinna bug á ógleði

3

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

4

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

5

Náttúran

Horfðu á myndskeiðið: Ný tegund risaslöngu fannst í Amasonregnskóginum

6

Heilsa

Húðflúr getur hugsanlega aukið hættuna á ákveðinni tegund krabbameins

Lifandi Saga

Hversu lengi hafa Bandaríkin stutt Ísrael?

Lifandi Saga

Bók frá 1898 sagði fyrir um Titanic-slysið 

Heilsa

Sjö venjur geta dregið verulega úr hættu á þunglyndi

Náttúran

Ofurmeginland gæti útrýmt dýralífi jarðar

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Slöngur smakka sig áfram með tungunni, spætan nýtir hana til að sleppa við heilahristing og tunga kamelljónsins nær meiri hröðun en orrustuþota. Í dýraríkinu er tungan fjölnotatól, líkt og svissneskur vashnífur og tryggir tegundinni framhaldslíf.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.