Náttúran

Ísöld – hvað er ísöld?

Ísöld er síendurtekið fyrirbæri sem orsakast af örlitlum sveiflum á ferð jarðar um sólu. Loftslagsbreytingar hafa slegið á frest um ókomna tíð næstu ferð jarðarinnar inn í frystikistuna.

BIRT: 20/06/2023

Ísöld kallast það tímabil þegar hitastig jarðar lækkar til muna með þeim afleiðingum að jökulhettur og jöklar stækka út frá heimskautunum og breiðast yfir jörðina.

 

Frá því að jörðin myndaðist fyrir um það bil 4,5 milljörðum ára hafa orðið ekki færri en fimm miklar ísaldir.

 

Hver þessara ísalda stóð yfir í mörg milljón ár og vísindamenn gera því skóna að um fjórðung þess tíma sem liðinn er frá myndun jarðar hafi geisað ísöld.

 

Síðasta mikla ísöldin hófst fyrir 2,6 milljónum ára og henni er enn ekki lokið. Við lifum með öðrum orðum enn á ísöld.

 

Á tímabilunum milli miklu ísaldanna er jörðin nefnilega algerlega laus við ís og það vitum við mæta vel að á ekki við í dag, þar sem um tíundi hluti lands er nú þakinn ís.

 

Miklu ísaldirnar fela í sér tímabil með minni ísöldum sem einnig kallast jökulskeið sem staðið geta yfir í mörg þúsund ár. Í kjölfarið á þeim verða svo hlýrri tímabil, hlýskeið sem einkennast af því að jöklar hopa.

Hinar fimm stóru ísaldir

Frá því að jörðin myndaðist fyrir um það bil 4,5 milljörðum ára hafa orðið ekki færri en fimm miklar ísaldir.

 

Húrón: Fyrir 2,4-2,1 milljörðum ára

 

Krýógen: Fyrir 850-635 milljónum ára

 

Andes-Sahara: Fyrir 460-430 milljónum ára

 

Karoo: Fyrir 360-260 milljónum ára

 

Kvarter: Fyrir 2,6 milljónum ára, til okkar tíma

Síðustu litlu ísöldinni lauk fyrir einum 11.500 árum og í kjölfarið kom svo hlýrra hlýskeið sem við erum stödd á nú. Þetta tímabil kallast enn fremur hólósentímabil.

 

Síðasta ísöldin gekk undir heitinu „weichsel“ og hún náði hámarki fyrir hartnær 22.000 árum. Á þessum tíma voru öll Norðurlöndin þakin jöklum, að undanskildu örlitlu horni af Danmörku. Sama máli gegndi um norðurhluta Rússlands, Grænland og stóran hluta af Norður-Ameríku.

Síðasta ísöldin, weichsel, náði yfir meginhluta Norður-Evrópu þar til hlýskeið hófst fyrir u.þ.b. 11.500 árum.

Þegar jöklarnir hopuðu sökum hækkandi hitastigs hækkaði sjávarborðið af völdum alls leysingarvatnsins og landslagið öðlaðist það útlit sem við þekkjum í dag.

 

Hlýnandi veðurfar hafði þó einnig ókosti í för með sér. Þegar ísöldinni lauk hafði um þriðjungur allra stærri spendýra jarðar dáið út, m.a. sverðtígurinn og loðfíllinn.

Undir lok síðustu ísaldar, fyrir um 11.500 árum, hurfu loðfílarnir af sjónarsviðinu.

Svöl sumur auka ísmagnið

Upphaf og endalok ísalda helgast af braut jarðar umhverfis sólu sem breytist milli þess að vera sporöskjulaga og nánast hringlaga, auk þess sem örlitlar breytingar á halla jarðmöndulsins hafa áhrif.

 

Sveiflurnar hafa áhrif á það hversu mikil sólgeislun kemst að yfirborði jarðar á hinum ýmsu breiddargráðum og þar með einnig hversu kalt eða heitt er.

 

Þessi tímabil nefnast Milankovitch-tímabilin eftir júgóslavneska jarðeðlisfræðingnum Milutin Milankovitch sem lýsti fyrirbærinu fyrstur allra á 4. áratug 20. aldarinnar.

 

Milankovitch sagði sólgeislun á heimskautin einkum vera háða þremur þáttum sem hver um sig sveiflast með reglubundnum hætti en þó óháð hver öðrum.

 

Þættirnir eru möndulhalli jarðar (40.000 ára sveifla), möndulstefna jarðar (20.000 ára sveifla) og lögun á sporbraut jarðar (100.000 ára sveifla).

 

Sveiflurnar leiða af sér einkar flóknar breytingar á orkumagninu sem lendir á jörðu á hinum ýmsu árstíðum og stöðum. Það eru þessar breytingar sem ryðja brautina fyrir gríðarmikilli hitastigslækkun sem orsakar ísöld.

 

Loftslagsfræðingar eru sammála um að skiptin yfir í ísöld eigi sér stað á tímabilum þegar einkar lítil sólarorka berst að sumri á belti kringum 65. breiddargráðu.

 

Ef snjórinn bráðnar ekki að sumri drekkur jörðin í sig minna sólarljós. Afgangurinn endurkastast aftur út í geiminn af völdum snjóhvíts yfirborðsins. Þetta eflir kælinguna sem hófst af völdum sveiflna á braut jarðar um sólu.

Þannig myndast ísöld

Braut jarðar breytist í föstum hringrásum eftir hver 100.000, 40.000 og 20.000 ár. Á þessum tímabilum verður mismikil sólgeislun og kjöraðstæður myndast fyrir ísöld.

Hringlaga lögun skapar kaldari sumur

Sporbraut jarðar fer úr sporöskjulaga í hringlaga á u.þ.b. 100.000 árum. Á hringlaga brautinni er jörðin nokkurn vegin í jafnri fjarlægð frá sólu allt árið um kring. Það fækkar heitum sumrum sem geta brætt ísinn.

Lítill halli eykur magn íss

Halli áss jarðar sveiflast á milli 22 og 24,5 gráður á u.þ.b. 41.000 ári. Því minna sem hornið er því minni munur er á sumri og vetri, sem veldur því að ísinn helst allt árið.

Sveiflur skapa lægra hitastig

Á 21.000 árum sveiflast jörðin u.þ.b. 20 gráður um sinn eigin snúningsás. Þetta færir norðurhvel jarðar lítillega þannig að það er lengst frá sólu á sumrin og eykur kuldann.

Hvenær verður næsta ísöld?

Hlýskeið, líkt og við nú erum stödd á, standa að jafnaði yfir í 10.000 til 30.000 ár. Þegar þeim lýkur lendir jörðin aftur í frystikistunni á nýrri ísöld sem varir í 90.000 til 100.000 ár.

 

Þar sem síðustu ísöld lauk fyrir einum 11.500 árum gæti ný ísöld verið á næsta leiti. Fræðilega séð, í það minnsta.

 

Vísindamenn svara því hins vegar til á þann veg að við þurfum ekki að óttast að langvarandi vetur sé í nánd. Hnatthlýnunin sem stafar af mannavöldum, hefur nefnilega orsakað svo mikla hitastigshækkun að ísöld á erfiðara um vik með að ná fótfestu á jörðinni.

 

Ef marka má „Milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar“ munu líða minnst 30.000 ár áður en næsta kuldaskeið gerir vart við sig á norðurhveli jarðar.

 

Forsöguloftslagsfræðingurinn Michael Sandstrom við Columbia háskóla í New York hefur rannsakað magn koltvísýrings í loftinu á hlýskeiðum og ísöldum og hann telur að ekki sé von á nýrri ísöld í bráð.

 

„Við dælum svo miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið að ný ísöld mun að öllum líkindum ekki gera vart við sig næstu 100.000 árin“, sagði hann á heimasíðunni Live Science árið 2017.

 

Lítil ísöld lamaði Evrópu

Stór hluti heimsins og þá ekki hvað síst Evrópu, var þjakaður af gífurlegum fimbulkulda frá 1450 til ársins 1850. Tímabil þetta kallast í dag „litla ísöld“.

 

Meðalhitinn var um 1,5 gráðum lægri en hann er í dag og var tímabilið kaldasta tímabil síðan síðasta ,,alvöru” ísöld geisaði fyrir u.þ.b. 11.500 árum.

 

Köldustu árin á ,,litlu ísöldinni” voru á árunum milli 1645 og 1715, þegar ískalt loft herjaði á vesturhluta Evrópu svo milljónir frusu, sveltu og dóu.

 

Fuglar breyttust í grýlukerti og féllu af himni. Kornuppskeran um alla Evrópu mistókst og úr varð gríðarleg hungursneyð. Hafnir, ár og vötn frusu.

 

Englendingar urðu sérstaklega illa fyrir barðinu á vetrinum 1683-84, sem er harðasti vetur í sögu þjóðarinnar.

 

Áin Thames var ísilögð í tvo heila mánuði og ísinn varð allt að 28 sentímetra þykkur.

Áin Thames í London fraus nokkrum sinnum á „litlu ísöldinni“ sem ruddi brautina fyrir svokallaða frostmarkaði.

Fjölmargar ástæður voru fyrir þessum hörðum vetrum í Vestur-Evrópu á ,,litlu ísöldinni”.

 

Nokkrir vísindamenn hafa m.a. bent á mikla eldvirkni á tímabilinu sem átti þátt í auknum kulda.

 

Stór eldgos senda milljónir rúmmetra af ösku og brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið og byrgir fyrir sólu jafnvel í mörg ár.

 

Aðrir vísindamenn benda á minni sólvirkni á tímabilinu sem aðalorsök aukins kulda.

 

Árið 2018 kynntu breskir vísindamenn frá University College London og háskólanum í Leeds aðra skýringu á upphafi „Litlu ísaldarinnar“: útrýmingu frumbyggja Ameríku.

 

Áður en Evrópumenn réðust inn í Ameríku bjuggu u.þ.b. 60 milljónir manna í landinu. Á árunum 1492 til 1600 létust 90 prósent allra innfæddra vegna stríðs og sjúkdóma.

 

Útrýmingin skildi eftir milljónir hektara af landbúnaðarlandi í eyði, sem síðar varð að skógum. Nýju trén soguðu svo mikið CO2 út úr andrúmsloftinu að hitastigið lækkaði um 0,15 gráður, samkvæmt rannsókn þeirra.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Ulamm,© Shutterstock,© Ken Ikeda Madsen.© Thomas Wyke

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Skógarhöggsmenn hafa yfirtekið svæði ættflokksins sem skapar ýmsar hættur fyrir hann.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is