Loftsteinshögg bræddi upp langvarandi ísöld

Aldursgreining loftsteinsgígs í Ástralíu veitir innsýn í hvernig hnattræn ísöld sleppti taki á jörðinni fyrir meira en tveimur milljörðum ára.

BIRT: 21/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Allnokkrum sinnum hefur samfelld ísöld lagst yfir alla jarðarkringluna og hnötturinn orðið að einum stórum snjóbolta.

 

Þetta gerðist t.d. fyrir 2,4 milljörðum ára eftir að nýjar lífverur sem framleiddu súrefni breyttu gufuhvolfinu svo mikið að öll gróðurhúsaáhrif hurfu.

 

Súrefnið braut niður metanlag sem áður hafði haldið hita á hnettinum. En fyrir um 2,2 milljörðum ára urðu hamfarir sem á skömmum tíma bræddu ísinn.

 

Vísindamenn hafa hingað til álitið að ástæðan væri fólgin í fjölmörgum og gríðarlega öflugum eldgosum en nú hafa vísindamenn hjá Johnson-geimrannsóknastöðinni í BNA sett fram aðra skýringu.

 

Vísindamennirnir hafa rannsakað steinefni úr Yarrabubba-gígnum í Suðvestur-Ástralíu.

Jarðfræðingar aldursgreina elsta gíg veraldar

Yarrabubba-gígurinn (rauður) er í þriggja milljarða ára gamalli jarðskorpu (gul) í Ástralíu. Gígurinn hefur nú verið aldursgreindur og reynist 2.229 þúsund ára. Hann er þar með elsti, þekkti loftsteinsgígur á hnettinum og aldurinn kemur heim við þann tíma þegar hnattræn ísöld hóf að sleppa tökum sínum.

Áreksturinn orsök mikilla breytinga

Þar er að finna úran sem með tímanum sundrast og myndar blý. Með greiningu á hlutfallinu milli þessara tveggja frumefna var unnt að ákvarða aldur þeirra.

 

Greiningin sýndi að gígurinn hefur myndast fyrir 2.229 milljónum ára. Þetta kemur heim við það hvenær hinn gaddfreðni hnöttur tók að þiðna og vísindamennirnir telja því að loftsteinninn hafi verið orsök þessarar breytingar.

 

Til að rannsaka hugmyndina nánar reiknuðu þeir út áhrifin af því ef 7 km loftsteinn skylli niður á 2-5 km þykka jökulhettu.

Höggið hitað jörðina á tvennan hátt

Loftsteinshögg fyir meira en 2 milljörðum ára markaði lok hnattrænnar ísaldar. Höggið þeytti upp miklu ryki og vatnsgufu og hvort tveggja bræddi ís af hnettinum.

Fyrir loftsteininn
Sólarorka fer út í geiminn

Ísi lagður hnötturinn endurvarpaði nær allri sólargeislun út í geiminn. Gufuhvolfið náði ekki að halda hitanum inni því gróðurhúsaáhrif voru mjög takmörkuð.

Eftir loftsteininn
Ryk og gufa halda hitanum

Loftsteinninn þeytti upp ryki sem lagðist yfir ísinn og drakk í sig meira af sólarorkunni. Jafnframt barst mikil vatnsgufa upp í gufuhvolfið þar sem hún jók gróðurhúsaáhrifin.

Niðurstaðan varð sú að höggið myndi dreifa ryki yfir svæði sem væri mörg þúsund kílómetrar í þvermál og skjóta meira en 500 milljörðum tonna af vatnsgufu út í gufuhvolfið. Hvort tveggja getur hafa valdið hlýrra loftslagi.

 

Dökkt ryk á yfirborðinu héldi meiri hita úr sólskininu og vatnsgufan hlyti líka að valda gróðurhúsaáhrifum.

 

Höggið frá loftsteininum getur þannig hafa hjálpað jörðinni inn í nýtt tímabil sem gaf lífverum kost á að þróast áfram á íslausu þurrlendi og í opnu hafi.

BIRT: 21/04/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is