Náttúran

Dularfullir demantar finnast í mörgum loftsteinum

Undarlegir sexhyrndir demantar hafa fundist í allmörgum loftsteinasýnum. Vísindamennirnir sem gerðu þessa uppgötvun hafa þó ákveðna hugmynd um hvaðan þeir séu komnir.

BIRT: 13/10/2022

Afar sjaldgæf gerð demanta hefur fundist í fjórum loftsteinabrotum í norðvesturhluta Afríku. Slíkir demantar myndast ekki á okkar hnetti.

 

Demanturinn kallast lonsdaleít og er myndaður úr kolefni eins og venjulegir demantar.

 

Frumeindir í venjulegum demöntum raða sér í teningslaga mynstur en í þessum demöntum raða frumeindirnar sér í sexhyrninga. Þetta er svo sjaldgæft að ýmsir sérfræðingar hafa efast um tilvist slíkra demanta og velt fyrir sér hvort um geti verið að ræða einhverskonar ófullburða demantamyndun.

Vísindamennirnir uppgötvuðu sexhyrnda demantana (dökka svæðið á miðri myndinni) með rafeindasmásjá.

Þessi rannsókn sýnir afdráttarlaust að lonsdaleít er til,“ segir Dougal McCulloch prófessor við RMIT-háskólann í Ástralíu, einn þeirra vísindamanna sem gerðu uppgötvunina.

 

Þúsundfalt stærri en fyrri lonsdaleít-steinar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa talið sig finna lonsdaleít-demanta.

 

Á sjöunda áratugnum voru skráðar uppgötvanir sexhyrndra demanta í allmörgum loftsteinabrotum bæði frá Indlandi og Bandaríkjunum. Stærðin var þó aðeins fáeinir nanómetrar og á þeim tíma var erfitt að staðfesta að form svo smárra demanta væri í raun sexhyrnt.

Tveir vísindamannanna að baki uppgötvuninni. Andy Tomkins (til vinstri) hjá Monash-háskóla og doktorsneminn Alan Salek hjá RMIT-háskólanum virða fyrir sér eitt af sýnunum úr úreilít-loftsteinunum.

Af þessum sökum einsettu vísindamennirnir sér nú að grandskoða 18 mismunandi loftsteinasýni, þar af 17 frá Afríku og eitt frá Ástralíu.

 

Til rannsóknanna beittu þeir afar kraftmikilli smásjá sem nýtir rafeindageisla í stað ljóss, svonefndri rafeindasmásjá.

 

Í fjórum af þessum sýnum fundu vísindamennirnir hið sexhyrnda demantaform og meira að segja allt upp í fáeina míkrómetra að stærð sem er þúsundföld stærð á við nanómetrasteinana sem áður höfðu fundist. Stærðin er engu að síður minni en þykkt eins höfuðhárs.

 

Mynduðust eftir umferðarslys í geimnum

Vísindamennirnir skoðuðu líka talsvert nánar en áður þá sjaldgæfu svonefndu úreilít-loftsteina sem fluttu þessa demanta til jarðar.

 

Efnasamsetningin leiddi í ljós að loftsteinarnir eru að líkindum ættaðir úr möttli dvergplánetu.

 

Smásjárrannsóknirnar leiddu líka í ljós að demantarnir gætu hafa myndast við efnahvörf milli grafíts og kröftugrar blöndu metans, súrefnis og brennisteins sem að líkindum hefur orðið til við árekstur loftsteins og dvergplánetu fyrir 4,5 milljörðum ára og þeytt bergbrotum út í geiminn.

 

Stærðfræðilegir útreikningar hafa sýnt að sexköntuðu demantarnir geta verið allt að 60 sinnum harðari en þeir demantar sem myndast hér á jörð. Þá kenningu er þó ekki gerlegt að sanna nema með prófun sem krefðist ofboðslegs þrýstings.

 

En reynist kenningin standast telja vísindamennirnir að sexhyrndir demantar gætu komið að margvíslegum notum í iðnaði – að því tilskyldu að einhvern tíma finnist aðferð til að framleiða þá.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock,© Alan Salek/RMIT University,© RMIT University

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Vinsælast

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

5

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

6

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

1

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

2

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

3

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

4

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

5

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

6

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Lifandi Saga

Versti óvinur skógareldanna

Lifandi Saga

Í fallhlíf til helvítis: Slökkviliðsmenn stukku beint niður í eldhafið

Maðurinn

Göngutúr heldur heilanum heilbrigðum

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Lifandi Saga

Belgía biður Kongó afsökunar – með tönn

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

Lifandi Saga

Voru víkingarnir húðflúraðir?

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Sagt er að franska drottningin María Antonía, betur þekkt sem Marie-Antoinette, hafi orðið hvíthærð kvöldið áður en hún var hálshöggin árið 1793. Er þetta yfirleitt hægt?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is