Er nokkurt efni harðara en demantar?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Demantar eru harðasta efni sem finna má í náttúrunni, en þeir eru þó ekki lengur harðasta efni sem til er.

 

Harka efna er gjarnan mæld á Mohs-kvarða, sem byggður er á steinefnum sem er að finna í náttúrunni.

 

Hér er steinefnið talk skilgreint með hörkustig 1 en demantur með hörkustig 10.

 

Öllum öðrum efnum er svo raðað á þennan kvarða eftir getunni til að rispa í yfirborð annarra efna. Efni með hörkustig 7 getur þannig rispað í yfirborð efna með hörkustig 1 – 6.

 

Nú er unnt að framleiða fáein efni sem eru harðari en demantur.

 

Harðasta efnið er gert úr kolefnis-60-sameindum, sem þýskir vísindamenn pressuðu undir gríðarmiklum þrýstingi árið 2005 og hituðu upp í 2.200 gráður.

 

Þetta efni kallast ACNR (Aggregated Carbon NanoRods) og það er 11% erfiðara að pressa þetta efni saman en demanta.

 

Til eru önnur efni, harðari en demantar, sem ekki eru gerð úr kolefni.

 

Dæmi um þetta er efnið reniumdibóríð sem vísindamenn í Kaliforníu gerðu 2007 og sýnt hefur verið fram á að geti rispað í yfirborð demants. Efnið er þó ekki jafn hart og ACNR.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is