UM SILFURSKÝ
Þunnt teppi af ískristöllum sveiflast hægt yfir himininn í 80-90 kílómetra hæð, um tífalt hærra en venjuleg ský. Þessi fjarlægu silfurský eru í jaðarlagi milli annars og þriðja hæsta lags lofthjúpsins.
Skýin sjást því á miðsumarnótt fer sólin lítið niður fyrir sjóndeildarhring. Þaðan skella sólargeislarnir á háliggjandi skýin neðan frá og lýsa þau upp í myrkri. Þau sjást samt ekki ekki í júní og byrjun júlí vegna birtu.
LESTU EINNIG
Birtist um miðnættið
Fyrirbærið getur átt sér stað allt sumarið, en sérstaklega í lok júlí og fram í ágúst þar sem þau birtast venjulega á miðnætti og eru á himninum alla nóttina.
Árið 2007 sendi NASA á loft gervihnött sem nefnist AIM með það að markmiði að skoða nánar lýsandi næturskýin og sérstaklega að meta hvort losun gróðurhúsalofttegunda plánetunnar stuðli að myndun skýjanna.
Skýin sjást í norðri þegar sólin er rétt fyrir neðan sjóndeildarhringinn.
Viltu taka mynd?
Hvar
Silfurský sjást á heiðskírum nóttum í lok júlí mót norðri þegar sólin er 10-15 gráður undir sjóndeildarhring. Skýin birtast ýmist sem stakar rákir eða fylla allan norðurhluta himins.
Myndataka
Ef þú vilt mynda fyrirbærið geturðu notað SLR myndavél sem er til dæmis stillt á 70 mm brennivídd, ISO 1600, lokarahraða 0,3 sekúndur og ljósop f / 2,8.
Með þrífóti er hægt að taka myndaröð af skýjunum með því að mynda með reglulegu millibili. Hægt er að setja myndirnar saman í timelapse myndband sem sýnir hreyfingar skýjanna.