Læknisfræði

Krabbaæxli þurfa sérstakt blóðstreymi

Krabbamein myndar einungis ný æxli þar sem blóðstreymi er hæfilegt. Þessi vitneskja gæti leitt af sér lyf sem koma í veg fyrir dreifingu krabbameins.

BIRT: 19/10/2023

Krabbamein myndar meinvörp þegar krabbafrumur losna úr upphaflega æxlinu og berast með blóði uns þær setjast að á æðaveggnum.

 

Þar umlykja æðaveggfrumur þær og hleypa þeim á endanum út úr æðinni. Þarna myndar krabbafruman nýtt æxli.

Nýjar tilraunir hjá Heilbrigðis- og rannsóknastofnun Frakklands sýna að krabbameinið er háð blóðstreymi í æðinni til að geta vaxið.

 

Vísindamennirnir fylgdust með dreifingu krabba í nýklöktum zebrafiskseiðum og þeir segja alveg sérstakar aðstæður þurfa til að meinvörp nái að myndast.

 

Hæfilegur straumur dreifir sjúkdómi

Í stórum æðum getur blóðstreymi verið allt að 2.500 míkrómetrar á sekúndu og slíkur straumur er of kröftugur til að krabbafruma nái að festa sig, en í fíngerðum æðum reyndist straumurinn of lítill til að frumur í æðaveggnum tækju við krabbafrumunni.

 

Það var einungis þar sem blóðstreymið var 400-600 míkrómetrar á sekúndu, sem krabbafruma náði að festa sig og sleppa út um æðavegginn.

 

Ný þekking veitir ný lyf

Vísindamennirnir hafa náð að staðfesta niðurstöðurnar með því að rannsaka myndun meinvarpa í heilum tilraunamúsa og í fólki.

 

Nú gera þeir sér vonir um að þessi uppgötvun leitt af sér þróun lyfs sem beinist að frumunum í æðaveggnum. Sé hægt að koma í veg fyrir að þessar frumur taki við krabbafrumum, ná þær ekki festu og geta ekki myndað ný meinvörp.

 

Krabbinn kýs sér hæfilegan straum

Ekki of hratt og ekki of hægt. Ný meinvörp myndast aðeins þar sem blóðstreymið er hæfilegt.

1
Hægt blóðstreymi:
Ekkert meinvarp
Krabbafruman sest á æðavegginn en vegna lítil straumhraða opnar veggurinn sig ekki.
2
Miðlungs blóðstreymi:
Hætta á meinvarpi
Krabbafruman festir sig við æðavegginn og aðrar frumur umlykja hana. Hún kemst út og myndar nýtt æxli.
3
Hratt blóðstreymi:
Ekkert meinvarp
Krabbafruman nær ekki að festa sig á æðavegginn. Hún berst áfram með blóðinu og myndar ekki meinvarp.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Andspyrnustríð á Balkanskaga: Mulningsvél Títós

Náttúran

Topp 5 – Hvaða hryggdýr er langlífast?

Spurningar og svör

Fær það virkilega staðist að ánamaðkar geti skipt sér?

Menning og saga

Hvað er víkingur?

Læknisfræði

Tekist hefur að lengja æviskeið músa um 41%

Lifandi Saga

Sannleikurinn um hið afskorna eyra Van Goghs

Glæpir

Billy the Kid gerður ódauðlegur

Maðurinn

Hvers vegna lekur úr heilbrigðu nefi í kulda?

Lifandi Saga

Lífshættulegur leikur með svikinn mat

Maðurinn

Andlitið er þitt sterkasta vopn

Lifandi Saga

Hvað varð fólk gamalt á miðöldum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is