Krabbamein myndar meinvörp þegar krabbafrumur losna úr upphaflega æxlinu og berast með blóði uns þær setjast að á æðaveggnum.
Þar umlykja æðaveggfrumur þær og hleypa þeim á endanum út úr æðinni. Þarna myndar krabbafruman nýtt æxli.
Nýjar tilraunir hjá Heilbrigðis- og rannsóknastofnun Frakklands sýna að krabbameinið er háð blóðstreymi í æðinni til að geta vaxið.
Vísindamennirnir fylgdust með dreifingu krabba í nýklöktum zebrafiskseiðum og þeir segja alveg sérstakar aðstæður þurfa til að meinvörp nái að myndast.
Hæfilegur straumur dreifir sjúkdómi
Í stórum æðum getur blóðstreymi verið allt að 2.500 míkrómetrar á sekúndu og slíkur straumur er of kröftugur til að krabbafruma nái að festa sig, en í fíngerðum æðum reyndist straumurinn of lítill til að frumur í æðaveggnum tækju við krabbafrumunni.
Það var einungis þar sem blóðstreymið var 400-600 míkrómetrar á sekúndu, sem krabbafruma náði að festa sig og sleppa út um æðavegginn.
Ný þekking veitir ný lyf
Vísindamennirnir hafa náð að staðfesta niðurstöðurnar með því að rannsaka myndun meinvarpa í heilum tilraunamúsa og í fólki.
Nú gera þeir sér vonir um að þessi uppgötvun leitt af sér þróun lyfs sem beinist að frumunum í æðaveggnum. Sé hægt að koma í veg fyrir að þessar frumur taki við krabbafrumum, ná þær ekki festu og geta ekki myndað ný meinvörp.
Krabbinn kýs sér hæfilegan straum
Ekki of hratt og ekki of hægt. Ný meinvörp myndast aðeins þar sem blóðstreymið er hæfilegt.