Eitt elsta kynlífshneyksli sögunnar þurrkaði út heila konungsætt.
Samkvæmt forngríska sagnaritaranum Heródótusi átti þetta sér stað í Lydíu fyrir einhverjum 2.500 árum. Þá grobbaði Kandaules kóngur sig ótæpilega af fegurð konu sinnar.
Konungur Lydíu leyfði lífverði sínum að sjá drottninguna nakta. Það fór illa.
Lífvörður konungs, Gyges, lét ekki sannfærast svo konungur bauð honum að leynast í svefnherbergi sínu til að hann gæti séð hana nakta.
Þegar drottning afklæddist kom hún auga á Gyges en lét á engu bera. Næsta dag gaf hún Gyges kost á því að fremja sjálfsmorð ellegar drepa konung – og koma í hans stað. Gyges valdi síðari kostinn.