Skömmu eftir að bolsévíkar Vladimir Leníns höfðu hrifsað til sín völdin í valdaráni í október 1917 hét hann því Rússland myndi hætta þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni.
Rússar stóðu við þetta loforð, en einungis eftir að innrás Þjóðverja í Úkraínu neyddi þá til þess.
Lenín vildu öðru fremur einbeita sér að því að berja niður andstæðinga byltingarinnar í Rússlandi.
Í janúar 1918 hrakti nýstofnaður Rauði herinn fylgismenn keisarans burt frá Don – héraði í suðri.
Andstæðingar Leníns voru nokkur sundurleitur hópur manna, sem var jafnan kallaður hvítliðar einu nafni.
Haustið 1919 var Júdenitsj hershöfðingi nærri því búinn að leggja undir sig St. Pétursborg, en bolsévíkum tókst að hrinda árásinni.
Þetta sama ár var Denekín hershöfðingi stöðvaður rétt fyrir utan Moskvu.
Í borgarastríðinu nýtti Rauði herinn sér brynvarðar járnbrautalestir.
Fyrir utan fáa sigra var einn helsti vandi hershöfðingja hvítliða að öðlast stuðning alþýðunnar.
Vorið 1920 var síðasti her hvítliða hrakinn frá Krím og Lenín einbeitti sér nú að því að bæla niður uppreisn bænda og berjast við aðra hópa á vinstri vængnum.
Borgarastríðinu lauk þó ekki fyrr en 1923 þegar síðasta mótspyrnan var brotin á bak aftur.
Lenín innleiddi einræði
Síðasta keisaranum var steypt af stóli í fyrstu byltingunni í febrúar 1917, bráðabirgðastjórnin studdi áfram bandalag Rússlands við Stóra-Bretland og Frakkland í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þegar bráðabrigðastjórninn var steypt hrifsuðu bolsévíkar til sín völdin, þrátt fyrir að vera ekki stærsti rússneski vinstriflokkurinn.
Stærsti stjórnmálaflokkurinn voru svokallaðir Þjóðbyltingarmenn, sem vildu lýðræðislega jafnaðarmennsku og lögðu meðal annars mikla áherslu á bætta skiptingu landareigna.
Þjóðbyltingarmenn fengu flest atkvæði í kosningunum sem voru haldnar eftir byltingu bolsévíka.
Þegar kosninganiðurstöður bárust ákvað Lenín að leysa upp þingið og innleiða einræði.
„Hengið minnst 100 kúlakka, auðmenn og blóðsugur“.
Lenín í bréfi til kommúnistaleiðtoga í Pensa – héraði árið 1918.
Síðan ofsótti ríkisstjórn Leníns Þjóðbyltingarmenn, stjórnleysingja og aðra pólitíska hópa af miklum krafti.
Andspyrnan minnkaði fyrst þegar Lenín tók upp öllu frjálslegri efnahagsstjórn árið 1921.
Lenín bjó í Sviss fyrir rússnesku byltinguna.
Hvað gerist svo?
Þjóðnýting bolsévíka og stofnun samyrkjubúa kom verulega illa niður á efnahag landsins.
Með NEP (nýju efnahagsstefnunni) var dálítill markaðsbúskapur leyfður, sem dró nokkuð úr verkföllum og mótmælum.
Lenín hélt þó áfram að kúga pólitíska andstæðinga í Rússlandi.
– 1921
Sjóliðar í flotastöðinni Kronstadt á eyju skammt undan St. Pétursborg gerðu uppreisn og kröfðust tjáningar- og fundarfrelsis. Bolsévíkar héldu því fram að uppreisnin væri skipulögð af útlenskum leyniþjónustum, brutu andstöðuna á bak aftur og tóku meira en 2.000 menn af lífi.
– 1922
Þann 30. desember voru Sovétríkin stofnuð sem ríkjasamband Rússlands, Hvíta-Rússlands, Úkraínu og Kákasusríkjasambandsins.
– 1924
Vladimir Lenín deyr þann 21. janúar eftir næstum tveggja ára veikindi sem höfðu staðið frá því hann fékk heilablóðfall vorið 1922. Í þessum veikindum Leníns sölsaði Jósef Stalín undir sig völdin í kommúnistaflokknum og Sovétríkjunum.