Lifandi Saga

Lenín leggur allt undir til að ná völdum

Lenín hefur aldrei haft atvinnu – allur tími hans hefur farið í lestur og ályktanir af verkum Karls Marx. 1917 er stundin runnin upp. Þjóðverjar ákveða að nota hann sem vopn í fyrri heimsstyrjöld. En Lenín fylgir sinni eigin áætlun.

BIRT: 03/02/2023

Á annan í páskum 1917 staðnæmist lest við brautarpall á aðalstöðinni í Zürich. Grannvaxinn miðaldra herramaður stígur um borð. Hann er kominn með kollvik en augnaráðið er svo hvasst að það gæti fellt uxa.

 

Nafn mannsins er Vladimir Iljitsj Uljanov en flestir þekkja hann undir byltingardulnefninu Lenín. Í hópnum sem fylgir eru fleiri byltingarsinnar og kona hans, Nadezda Krupskaja.

 

Þetta á að vera fylgdarlið hans á sjö daga langri ferð gegnum Þýskaland, Svíþjóð og Finnland til höfuðborgar Rússlands, Petrograd (áður St. Pétursborg).

 

Á brautarpallinum standa fleiri félagar sem eru komnir til að óska Lenín góðrar ferðar. Saman syngja þeir baráttusöng sósíalista, Internationalinn.

 

Rétt eins og Lenín eru ferðafélagar hans, 31 talsins, allir sannfærðir sósíalistar sem hyggjast koma á fót nýju skipulagi í hinu fátæka og vanþróaða Rússlandi.

 

Megnið af þeim 47 árum sem Lenín hefur lifað, hefur hann nýtt til að undirbúa sig fyrir verkefnið sem bíður hans við endastöðina.

 

Lenín – hin hættulega baktería

Það Rússland sem Lenín er nú á leið til er í upplausn. Mánuði fyrr, í mars (febrúar samkvæmt rússnesku tímatali) var Nikulási 2. keisara steypt af stóli í byltingu. 300 ára veldi Romanov-ættarinnar er lokið og bráðabirgðaríkisstjórn hefur tekið völdin.

 

En nýja stjórnin er völt í sessi og Lenín er ljóst að ef hann ætlar sér að hrinda í framkvæmd rauðri byltingu í Rússlandi, verður það að gerast núna. Eins og hann orðar það sjálfur:

 

„Við verðum að fara. Jafnvel þótt leiðin liggi gegnum helvíti.“

 

Það helvíti sem Lenín á við er keisararíkið Þýskaland.

 

Ásamt Austurríki-Ungverjalandi hafa Þjóðverjar hafið blóðuga styrjöld gegn Bretum, Frökkum og Rússum. Þjóðverjum hefur gengið vel, einkum á austurvígstöðvunum en þeir þurfa að losa tökin þar því stríðið gegn Frökkum og Bretum í vestri krefst alls viðbúnaðar þeirra.

 

Með því að koma Lenín heim til Rússlands þar sem hann er líklegur til að valda ókyrrð, vonast Þjóðverjar til að veikja Rússa svo mikið að þeir neyðist til að draga sig í hlé. Þess vegna hafa þeir veitt honum ferðaleyfi og diplómatavernd gegnum Þýskaland.

 

Samkomulaginu lýsti þáverandi hermálaráðherra Breta, Winston Churchill, síðar þannig:

 

„Það var með óttablandinni lotningu sem Þjóðverjar beindu sínu skæðasta vopni gegn Rússlandi. Þeir fluttu Lenín í innsigluðum lestarvagni frá Sviss til Rússlands eins og hættulega bakteríu.“

 

Churchill hefur enga hugmynd um að þýska utanríkisráðuneytið hefur fjárfest 26 milljónir þýskra ríkismarka í rússneskum byltingarsinnum til að tryggja að þeim takist ætlunarverk sitt.

 

Fyrstu klukkustundir ferðarinnar ríkir góð stemning í lestarvagninum. Rússarnir matast og drekka á leiðinni gegnum suðurhluta Þýskalands. Sá eini sem ekki tekur þátt í hátíðahöldunum er Lenín.

 

Venju sinni trúr situr hann og grúfir sig yfir þykka bók, á kafi í kommúnískum fræðum.

Eftir sjö sólarhringa ferð gátu Lenín og ferðafélagar hans loks stigið af vagninum í Petrograd.

Þýski keisarinn borgaði byltinguna

Utanríkisráðuneytið í Berlín varði mörgum milljónum marka til að valda usla á bak við víglínur óvinanna, m.a. í Írlandi, Indlandi og Marokkó.

Markmiðið var að veikja hin svonefndu Entende-veldi (Bretland, Frakkland og Rússland) og dyr ráðuneytisins stóðu opnar hverjum þeim sem lumaði á hugmynd. Meðal þeirra var rússneski útlagasósíalistinn Alexandr Parvus.

 

Strax árið 1915 lagði hann fram 23 blaðsíðna áætlun um að veikja veldi Rússakeisara með því að styðja við verkföll, skemmdarverk í höfnum og þjóðernishreyfingar.

 

Bolsévikar Leníns voru líka hluti af áætlunum Parvus. Sjálfur trúði Lenín ekki á hugmyndina en febrúarbyltingin 1917 sannfærði hann.

 

Þjóðverjar komu fyrir fulltrúa sínum í innsta hring Leníns og sáu svo fyrir fjárstreymi til bolsévikanna allt fram að stríðslokum 1918.

 

Heildarstuðningur Þjóðverja nam 26 milljónum marka, jafngildi nærri 10 milljarða króna á nútímaverðlagi.

Stóri bróðir hengdur í dagrenningu

Mannlegar tilfinningar á borð við gleði eru veikleikamerki í augum Leníns og það er tæpast hægt að segja að hann eigi vini. Hann kann best við félagsskap sjálfs sín og þannig hefur hann alltaf verið. Fyrrum kennari hans í menntaskóla, Fjodor Kerensky orðaði þetta þannig:

 

„Vladimir Uljanov er óvenjumikill einfari. Hann hleypir engum að sér og forðast samveru, jafnvel með vinum sínum.“

 

Drengurinn ólst upp á traustu heimili og í stórum systkinahópi með fjórum systrum og eldri bróður í smábænum Simbirsk á áttunda áratug 19. aldar.

 

Faðir hans var kennari og bækur urðu fljótlega nánustu vinir einfarans Vladimirs. Níu ára var hann tekinn inn í menntaskólann í Sibrisk.

 

Tveimur árum síðar var Alexander 2. Rússakeisari myrtur í sprengjuárás og sá atburður átti eftir að hafa mikil áhrif á líf Vladimirs.

 

Eftir dauða keisarans tók Alexandr, stóri bróðir Vladimirs, að efast mjög um stjórnarform Rússlands og þá gagnrýnislausu stefnu sem viðgekkst í háskólanum þar sem hann var við nám.

 

Í lok árs 1886 gekk Alexandr til liðs við hóp stúdenta sem voru að ráðgera sprengjuárás á nýja keisarann, Alexander 3.

 

Leyniþjónustan, Okhranen, komst á snoðir um áætlanir hópsins og helsti sprengjusérfræðingur hans, Alexandr, var hengdur í dagrenningu 20. maí 1887.

 

Dauði stóra bróður kveikti óstöðvandi bál í huga Vladimirs. Hann sökkti sér niður í bækur bróður síns og fór að kynna sér hugmyndir og rit byltingarsinna. 17 ára að aldri var Lenín yfirlýstur trúleysingi og fullur fyrirlitningar á keisaranum.

 

Í viðleitni sinni til að beina syni sínum af braut svo hættulegra hugleiðinga, sendi móðirin Vladimir til þorpsins Alakajevka, þar sem hann átti að starfa við landbúnað.

 

Dvölin þar þjónaði þó ekki tilgangi sínum. Drengurinn neitaði að slíta sér út á ökrunum. Þess í stað sökkti hann sér niður í ritsmíð heimspekingsins Karls Marx, Kapítalið.

 

Meðal uppáhaldsbóka Vladimirs var bók Sergejs Netjajev, „Boðorð byltingarinnar“, þar sem kröfur til hins sanna byltingarsinna voru taldar upp:

 

„Hann hefur engan sjálfsmetnað, engin eigin málefni, engar tilfinningar, engin tengsl, engar eignir, ekki einu sinni nafn. Í honum er allt þetta saman komið í einu áhugamáli, einni hugsun, einni þrá – byltingunni.“

Sósíalistar köstuðu tveimur sprengjum að Alexander 2. árið 1881.

Keisarinn í eilífri baráttu gegn þjóðinni

Einvaldar Evrópu létu undan fyrir lýðræðinu á seinni hluta 19. aldar en síðustu rússakeisararnir sátu sem fastast á einveldi sínu.

 

1881:

Frjálslyndur keisari myrtur

Alexander 2. myrtur af anarkistum – nokkuð ósanngjörn endalok fyrir þennan einvald sem m.a. hafði afnumið átthagafjötra bænda og komið á fót sjálfstæðu réttarkerfi. Sonur hans, Alexander 3. var hins vegar stækur íhaldsmaður og afnam ýmsar úrbætur föður síns.

 

1905:

Fyrsta byltingin

Rússland er aðþrengt vegna stríðs við Japan. Óánægja kraumar meðal bænda, verkamanna og menntamanna og leiðir til uppreisna víða í ríkinu. Nikulás 2. keisari stofnar þing (Dúmuna) til að skapa frið.

 

1907:

Nikulás herðir tökin að nýju

Nikulás 2. setur ný kosningalög sem hygla þjóðernisíhaldsmönnum á þingi. Margvíslegar lýðræðisumbætur eru numdar úr gildi og einveldi keisarans endurvakið. Árið 1914 dregur keisarinn Rússland inn í fyrri heimsstyrjöldina.

 

1917:

Febrúarbyltingin

Vonleysi stríðsins og matarskortur leiða til mótmæla í Petrograd. Þingið knýr keisarann til að láta af völdum og bráðabirgðastjórn tekur við.

Októberbyltingin

Bráðabirgðastjórnin heldur áfram þátttöku í stríðinu og skapar sér með því óvinsældir. Margra mánaða uppþot enda með því að bolsévikar Leníns taka völdin.

Byltingin yfirtekur allt

Þessi orð settu mark sitt á Lenín allt til enda – líka í lestarferðinni gegnum Þýskaland vorið 1917. Rússarnir 32 hafa nú verið á ferð í tvo sólarhringa og stemningin ekki lengur jafn upprifin og áður.

 

Þrátt fyrir loforð marxismans um jöfnuð allra, hafa Lenín og kona hans, Nadezda Krupskaja, eigin klefa.

 

Það er þröngt í vagninum, lítið eftir af matvælum og til að gera illt verra kemur Lenín fram við samferðamenn sína eins og óþekk börn í lautarferð. Reykingar þykja honum slæmur ávani og þær eru aðeins leyfðar á klósettunum. Háværar samræður og söngur sæta banni.

 

Rétt eins og á unga aldri hugsar hann aðeins um byltinguna og þrátt fyrir takmarkaða hæfni til ræðumennsku, tekst honum reyndar að hrífa tilheyrendur sína. Um það vitnar bandaríski blaðamaðurinn John Reed:

 

„Hann var sérkennilegur þjóðarleiðtogi – leiðtogi með skýra greind, litlaus, án húmors, hvikaði aldrei – en hafði þessa hæfni til að útskýra stórar hugsjónir í einföldum orðum.“

 

Öðrum sagðist svo frá að þrátt fyrir þurrlega og fræðilega frásögn hafi hann getað gert fólk „uppnumið af hrifningu“.

Þegar Lenín þurfti að slaka á og líta upp úr bókunum, fór hann í gönguferðir í svissnesku Ölpunum.

Óhamingja og gleði í Sviss

Síðustu árin hefur Lenín ekki átt neinna annarra kosta völ en að láta sig dreyma um byltinguna. Skömmu eftir að hann gekk í Sósíaldemókrataflokk Rússlands 1898, var hann tekinn til fanga og sendur til Síberíu. Síðan flýði hann til Þýskalands og þaðan áfram til Sviss, þar sem hann hélt sig með fáum undantekningum allt fram til 1917.

 

Í útlegðinni sendi hann m.a. frá sér ritið „Hvað þarf að gera?“ þar sem hann kynnti hugmynd sína um flokk atvinnubyltingarmanna sem lyti sterkri yfirstjórn. Flokkurinn átti að vera framvarðasveit verkalýðsins. Slíkur flokkur gæti leitt alþýðu Rússlands til byltingar.

 

Slíkar hugleiðingar ollu óróleika meðal félaga Leníns, meðal sósíaldemókrata og leiddu til að fylgismönnum hans fækkaði og þá var nú að finna dreifða um alla Evrópu.

 

„Maður er svo fjandi einangraður frá Rússlandi,“ skrifaði Lenín einum fylgismanna sinna. „Taugaveiklað, móðursýkislegt andrúmsloft óraunveruleikans umlykur allt.“

 

Og á erfiðri stundu viðurkenndi hann fyrir Nadezdu, konu sinni, að byltingin kæmi trúlega ekki á æviskeiði þeirra:

 

„Ég hef á tilfinningunni að við séum komin hingað til að hvíla í gröfinni!“

Konurnar tvær í lífi Leníns: Eiginkona Nadezda Krupskaja (til vinstri) varð að sætta sig við ástkonuna, Inessu Armand.

En í raun og veru hafði Lenín ekki undan miklu að kvarta í Sviss.

 

Móðir hans sendi honum peninga. Hún fékk eftirlaun frá rússneska ríkinu og þótt Lenín og Nadezda þyrftu að sætta sig við íbúð í bakhúsi í Zürich, þurftu þau aldrei að svelta.

 

Og eftir morgunmatinn gat Lenín alltaf farið á aðalbókasafn borgarinnar, þar sem hann las heilu bókastaflana. Þegar heilinn þarfnaðist hvíldar fór hann upp í fjöllin í gönguferðir eða fékk sér sundsprett í einhverju vatninu.

 

Annað áhugaefni hans voru fundir hans við Inessu Armand, fransk-rússneskan kommúnista sem hann átti í langvarandi ástarsambandi við.

 

„Lenín elskaði Inessu. Það var ekkert ósiðlegt við það, því Lenín sagði Nadezdu allt,“ útskýrði sameiginleg vinkona hjónanna, Angelica Balabanoff.

 

Krækt fram hjá stríðinu

Lestin með Lenín kemst ekki með nokkru móti beint til Rússlands gegnum Pólland, því þar er styrjöldin í fullum gangi. Þess í stað er stefnan tekin norður.

 

Þann 12. apríl 1917 – eftir þriggja sólarhringa ferð gegnum Þýskaland – getur Lenín loks stigið út úr þröngum lestarvagninum í hafnarborginni Sassnitz og farið um borð í ferjuna Drottning Victoria sem flytur hann til Trelleborgar í hinni hlutlausu Svíþjóð.

 

Daginn eftir eru Rússarnir 32 komnir til Stokkhólms þar sem sænski sósíalistinn Fredrick Ström tekur við þeim og býður til matarveislu.

 

Meðan ferðafélagar Leníns gera sér gott af veitingunum, draga Lenín og Ström sig í hlé til að ræða ástandið í Rússlandi.

 

„Þú sigrar ekki her keisarans með bænum til æðri máttarvalda. Það er nauðsynlegt að hafa vopn,“ útskýrir Lenín fyrir þessum bróður sínum í hugsjóninni.

 

Í hans augum er vopnuð uppreisn ekki nein síðasta örvæntingarleið – hún er eina færa leiðin. Eins og hann útskýrir það síðar:

 

„Það er nauðsynlegt að skoða sérhvern einstakling og andstæðing án tilfinningasemi og vera alltaf viss um að hafa stein í slöngvivaðnum.“

 

Í Stokkhólmi gefst Lenín tími til að kaupa sér ný föt og m.a. skiptir hann út vel notuðum kúluhatti fyrir flata derhúfu. Síðan er ferðinni haldið áfram til Haparanda fyrir botni Eystrasalts á landamærum Svíþjóðar og Finnlands.

 

Í fyrri heimsstyrjöld er Haparanda nánast eina opna hliðið milli Vestur-Evrópu og Rússlands. Þar hafast því við fjölmargir erlendir útsendarar að ógleymdum smyglurum sem sjá stríðshrjáðum Rússum fyrir ýmsum varningi sem annars er ófáanlegur.

 

Yfir ísilagða Torne-ána fara ferðalangarnir á sleðum án þess að verða fyrir nokkurri hindrun og í Torniu í Finnlandi bíður önnur járnbrautarlest.

 

Að lokum, síðla kvölds 16. apríl 1917 kemur lestin inn á brautarstöðina í Petrograd. Hundruð forvitins fólks hafa safnast saman til að sjá ferðalúinn flokksleiðtogann sem þarna heldur sína fyrstu þrumuræðu í eyru rússneskrar alþýðu.

 

Lestu meira um Lenín og ferðina til Rússlands

 • Robert Service: Lenin, Pan Macmillan, 2010

 

 • Catherine Merridale: Lenin on the Train, Penguin, 2017

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Andreas Ebbesen Jensen & Torsten Weper

© Mikhail Sokolov/Alamy/Imageselect,© Alamy/Imageselect,© Onno de wit,© Alamy/Imageselect & SVF2/Contributor/Getty Images,

Tækni

Einvígi: Hvort krefst minni orku –einfalt uppvask eða uppþvottavél?

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Maðurinn

Valda börn hraðari öldrun foreldranna?

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Lifandi Saga

Humar var hundafæða

Heilsa

Vísindamenn finna óvænt samband milli tannholdsbólgu og tiltekins sjúkdóms

Náttúran

Hvernig er móteitur gert?

Læknisfræði

Pasteur bjargaði heiminum frá hundaæði

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

Lifandi Saga

Hver lagði eld að Róm?

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

Alheimurinn

Er jörðin kúla?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Náttúran

Fólk fer oft ekki rétt að köttunum sínum

Maðurinn

Af hverju borðum við ekki gras?

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Vinsælast

1

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

2

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

3

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

4

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

5

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

6

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

1

Maðurinn

Af hverju var Elísabet drottning grafin í blýkistu?

2

Náttúran

Hvaða dýr er hættulegast allra?

3

Maðurinn

Vísindamenn leggja fram ný gögn: Hversu skaðlegt sjónvarpsgláp getur verið fyrir börn

4

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

5

Lifandi Saga

Áður en til fangelsisrefsingar kom hljóðaði dómurinn upp á: Kvalir og niðurlægingu

6

Maðurinn

Af hverju eru karlar líkamlega sterkari en konur?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Læknisfræði

Uppréttur eða liggjandi? Hvernig á að fá sem mest út úr pillunum þínum

Náttúran

Hvað er glertæring?

Maðurinn

Þarmabakteríurnar  lækka líkamshitann

Heilsa

Lífsnauðsynlegt næringarefni sem lítið er vitað um

Maðurinn

Krullað hár kælir höfuðið

Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Tækni

Framtíðin séð í baksýnisspegli 

Menning og saga

Ólíkar þjóðir í Evrópu á ísöld

Hvaða dýr er hættulegast allra?

Mörg dýr geta verið hættuleg okkur mönnunum, en hvaða dýr deyðir flesta?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is