Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Þyngdarkrafturinn virkar alltaf á allt. En hvað er þyngdarkaftur og hvernig varðar hann þig og plánetu okkar? Hér gefur að líta örstutt yfirlit um þyngdarkraftinn.

BIRT: 08/01/2023

Hvað er þyngdarkraftur? 

Þyngdarkrafturinn er einn af fjórum grundvallarnáttúrukröftum sem ríkja í alheimi. Dagsdaglega finnum við einungis fyrir tveimur þeirra. Annar þeirra er þyngdarkrafturinn og hinn er rafsegulkrafturinn. 

 

Báðir þessir náttúrukraftar hafa endalausa drægni eða seilingu. Það þýðir að allir massar í alheimi toga hver í annan með þyngdarkrafti og rafsegulkraftinn getum við t.d. séð í formi ljóss frá jafnvel fjarlægustu stjörnuþoku. 

 

Hinir tveir náttúrukraftarnir nefnast kjarnakraftar því þeir virka aðeins inni í frumeindum. Sterki kjarnakrafturinn heldur kjarna frumeindar saman meðan veiki kjarnakrafturinn á ríkan þátt í geislavirkri hrörnun frumeinda. 

 

Fjórir náttúrukraftarnir eru því: 

  • Þyngdarkraftur

 

  • Rafsegulkraftur

 

  • Veiki kjarnakrafturinn 

 

  • Sterki kjarnakrafturinn 

 

Hver uppgötvaði þyngdarkraftinn? 

Árið 1687 lýsti enski eðlisfræðingurinn Isaac Newton þyngdarkraftinum í fyrsta sinn. Samkvæmt Newton ræður massi fyrirbæris aðdráttarafli þess. Þess vegna er þyngdarkrafturinn á tunglinu einungis 16,6% af aðdráttarafli jarðar þar sem massi tunglsins er samsvarandi mun minni en jarðar. 

 

Þyngdarlögmálið lýsir einnig hvernig aðdráttarafl sólar verkar á plánetur og þyngdarkrafturinn milli tveggja hluta er í beinu hlutfalli við massa hvors fyrir sig og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina milli þeirra í öðru veldi. Ef pláneta er helmingi lengra í burtu frá sólu heldur en önnur pláneta mun aðdráttarafl sólar þannig vera aðeins um fjórðungur af styrk miðað við þá sem er nær. 

 

Newton sagði meira að segja fyrir um tilvist þá óuppgötvuðu plánetunnar Neptúnusar því sporbraut plánetunnar Úranusar mátti því aðeins skýra að það væri til önnur pláneta utar í sólkerfinu með massa á braut Neptúnusar. 

Eðlisfræðingurinn Isaac Newton lýsti þyngdarkraftinum fyrstur manna árið 1687.

Hvernig er þyngdarkraftur reiknaður út? 

Samkvæmt þyngdarlögmáli Isaac Newtons er sá kraftur sem heldur plánetunum á brautum þeirra um sólu í ákveðnu hlutfalli við bæði massa sólar og massa plánetanna sjálfra. 

 

Í víðfrægri jöfnu hans er massi sólar táknaður með M og massi plánetu með m meðan tákn plánetunnar er r.

 

Massaaðdráttarafl eða þyngdarkafturinn F milli sólar og plánetunnar er reiknaður út í jöfnunni F=GMm/r2, þar sem aðdráttarfastinn er hinn sami hvarvetna í alheimi og á öllum tímum. 

 

Gildir þyngdarlögmál Newtons ennþá? 

Í upphafi 20. aldar var ljóst að hið klassíska þyngdarlögmál var ekki alveg fært um að útskýra braut innstu plánetunnar Merkúr um sólu. Samkvæmt lögmálinu hlyti að finnast lítil pláneta milli Merkúr og sólar en sú er ekki raunin. 

 

Lausnin kom árið 1916 þegar Albert Einstein birti sínar byltingarkenndu afstæðiskenningu. Í henni er því slegið föstu að þyngdarkrafturinn virkar með því að sveigja sjálft rúmið. 

 

Merkúr helst á braut sinni umhverfis sólu, því hið sterka þyngdarsvið stjörnu okkar myndar eins konar sveigða skál í rúminu þar sem litla plánetan rúllar um eins og kúla í rúllettuspili. Með afstæðiskenningunni má reikna braut Merkúrs nákvæmlega út. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

Lifandi Saga

Hvert var hlutverk Martins Bormanns í nasistaflokknum?

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is