Náttúran

Lungu hafsins gætu gefið sig

Djúpstraumarnir við Suðurskautslandið gætu glatað um 40% af afli sínu á næstu 30 árum sem hefði alvarlegar afleiðingar fyrir loftslagið og vistkerfi hafanna.

BIRT: 14/12/2023

Á hverju einasta ári sökkva um 250 milljarðar tonna af köldu og söltu vatni til botns við Suðurskautslandið – nánast eins og stór foss í hafinu.

 

Þetta niðurstreymi þungs kaldsjávar er einn af drifkröftum hins mikla færibands sjávarstrauma sem flytja varma, kolefni, súrefni og næringu umhverfis hnöttinn og stýrir um leið bæði vistkerfum sjávar og loftslagi um allan heim.

 

„Ef hafið hefði lungu, teldist þetta til þeirra,“ segir Matthew England, loftslagssérfræðingur hjá UNSW í Ástralíu í fréttatilkynningu.

 

En nú sýnir ný rannsókn, birt í hinu viðurkennda vísindatímariti Nature, að djúphafsstraumarnir sem myndast á miklu dýpi við Suðurskautslandið, gætu veiklast eða jafnvel staðnað á næstu þremur áratugum.

 

Rannsóknin var unnin í samstarfi vísindamanna hjá MIT í Bandaríkjunum og UNSW í Sidney og spárnar byggjast á reiknilíkani, þar sem m.a. eru notaðar tölur frá loftslagsspám Sameinuðu þjóðanna fram til 2050.

 

Líkanið reiknar líka inn aðra þætti sem ekki hefur verið tekið tillit til í fyrri módelum og loftslagslíkönum. Þar má nefna áhrif ísbráðnunar á svæðinu og hvernig hún getur haft áhrif á hringrás sjávarstrauma og skapað vítahring. Eftir því sem meira bráðnar af ís, dregur nefnilega úr seltu sjávar og sjórinn léttist. Þetta er mikil ógn við niðurstreymi salts kaldsjávar sem annars hefur verið tiltölulega stöðugt í mörg þúsund ár.

 

„Ef hnattræn losun gróðurhúsalofts heldur áfram á núverandi hraða mun hægja á hringrásinni við Suðurskautslandið um 40% á næstu 30 árum – og þar með er hún komin í alvarlega hættu,“ segir stjórnandi rannsóknarinnar, Matthew England prófessor.

 

Gefi djúphafsstraumarnir sig alveg, þýðir það m.a. að vatnsmassinn undir 4.000 metra dýpi staðnar. Og það hefur alvarleg áhrif á mikilvæga lífkeðju.

 

„Þetta myndi halda næringarefnum í dýpinu og draga úr magni næringarefna sem nauðsynleg eru til að viðhalda lífríkinu við yfirborð sjávar,“ útskýrir Matthew England.

 

Missi hafstraumarnir við Suðurskautslandið kraftinn, leiðir líka af því hröð hlýnun djúpsjávarins en slík hlýnun hefur þegar verð staðfest með beinum hitamælingum.

LESTU EINNIG

Gera má ráð fyrir að bráðnun íss bæði á Suðurskautslandinu og Grænlandi verði æ hraðari með aukinni hlýnun á hnettinum. Það þýðir að síaukið magn ferskvatns streymir út í höfin og ferskvatnið truflar sjávarstraumana.

 

„Rannsókn okkar sýnir að bráðnun þessara stóru íshellna hefur gríðarleg áhrif á þá hringrás strauma sem viðhalda jafnvægi í loftslagi hnattarins,“ segir dr. Adele Morrison hjá ANU-jarðvísindastofnuninni sem einnig tók þátt í rannsókninni.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NANNA VIUM

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is