Sýkingin hverfur að sjálfu sér
„Ómeðhöndlað varir kvef í sjö daga, en það má hins vegar lækna á viku,“ hefur iðulega verið sagt í gamni, en þessi tímamörk eru í rauninni ekki fjarri sanni.
Sýkingin læknast tiltölulega fljótt vegna þess að líkaminn myndar mótefni sem drepa veiruna.
Engu að síður segja margir vera kvefaðir vikum saman. Ástæðan er þá sú að við tekur ennisholubólga sem bakteríur valda.
Ennisholubólga getur orðið langvarandi
Þetta er sem sagt nýr sjúkdómur sem getur staðið lengi ef ekki er brugðist við.
Fólk sem fengið hefur kvef, verður ónæmt fyrir veirunni sem kvefinu olli og ónæmið getur varað í allt að 2 ár. Þetta er þó ekkert allsherjarónæmi því kvefveirurnar eru margvíslegar og þær stökkbreyta sér þar að auki alloft.