Jörðin

Matarvenjur þínar hafa sjöfalt meiri áhrif á umhverfið en áður var talið.

Samkvæmt ástralskri rannsókn skaðar flutningur matvara frá fjarlægum stöðum umhverfið sjöfalt meira áður var talið. Ráð sérfræðinganna er því að borða meira árstíðarbundið grænmeti og umfram allt mat úr héraði.

BIRT: 10/10/2024

Þegar þú kaupir kókoshnetur, kíví og önnur framandi matvæli eykur þú kolefnisfótspor heimsins – jafnvel meira en þér hefur verið sagt hingað til.

 

Matvælaframleiðsla heims losar um 30 prósent allrar losunar CO2 í heiminum og ný áströlsk rannsókn hefur sýnt fram á að tæpur fimmtungur þess er vegna flutninga innfluttra matvæla.

 

Það þýðir að sex prósent af heildar kolefnafótspori heimsins stafar frá matvælaflutningum, sem er t.a.m. meira en 15 sinnum heildarlosun Bretlands.

 

Sjö sinnum hærri en búist var við

Áströlsku vísindamennirnir frá Sydneyháskóla segja í rannsóknarskýrslu sinni að umhverfisáhrif matvælaflutnings milli landa sé allt að 7,5 sinnum meiri en rannsóknir hafa hingað til sýnt.

 

Rannsakendur hafa komist að þessari niðurstöðu með því að skoða flutning á mat og drykk með lestum, flugvélum, skipum og vörubílum milli 74 landa.

 

Síðan skoðuðu þeir nánar fjarlægðir milli matvælaframleiðslulandanna og þeirra landa þar sem matur endar að lokum á matarborðum.

Árleg koltvísýringslosun frá matvælaflutningum nemur allt að þremur gígatonnum árlega, þar af um helmingur frá vörubílaflutningum.

 

Það kemur ekki á óvart að innflutningur matvæla til ríkari landa hefur mestu neikvæðu áhrifin á loftslagsútreikningana.

 

Sem dæmi má nefna að 46 prósent af kolefnisfótspori matvælafarms kemur frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi og Japan, þrátt fyrir að löndin fjögur hýsi aðeins 12,5 prósent jarðarbúa.

 

Staðbundið grænmeti er leiðin fram á við

Undanfarin ár hafa matvælarannsóknir beinst að loftslagsávinningi þess að borða grænmeti frekar en kjöt.

 

En í ljósi niðurstaða rannsóknarinnar vara vísindamennirnir almennt við því að fylla innkaupakörfuna í matvörubúðinni af mat frá afskekktum svæðum – jafnvel þótt þú setjir bara ávexti og grænmeti í innkaupakörfuna.

 

Því flutningur á ávöxtum og grænmeti er þriðjungur af CO2 losun matvælaflutninga, þar sem þessar vörur eru venjulega fluttar við hitastýrðar aðstæður í t.d. frystivögnum.

 

Rannsakendur mæla því með mataræði sem samanstendur eingöngu af staðbundnum matvælum, sem þýðir matur og drykkur framleiddur innan 160 kílómetra frá búsetu þinni.

Kolefnisvænn flutningsmáti á leiðinni

Vöruflutningabílar

Vöruflutningabílar eru helstu loftlagssyndararnir en þar er unnið hörðum höndum að því að nýta rafmagnið í stað dísilvéla.

 

Vandamálið við rafbíla er hins vegar gífurleg þyngd því tómar rafhlöður vega nokkurn veginn það sama og fullhlaðnar rafhlöður. Þyngdarvandamálið hefur áhrif á verð vöruflutningabílanna.

 

Sem dæmi má nefna að Tesla hefur þróað Semi vöruflutningabílinn með rúmlega 500 kílómetra drægni og kostar um 30 milljónir.

 

Til samanburðar er hægt að kaupa hefðbundinn vörubíl fyrir um helming þess verðs, og sá keyrir tvöfalt lengra á fullum tanki. Eins er hægt er að fylla á eldsneyti umtalsvert hraðar en með hleðslu rafbíla.

Flugvélar

Sama vandamál fylgir rafknúnum flugvélum og vöruflutningabílum. Þunginn.

 

Engu að síður hefur þróun loftslagsvænna flugvéla farið mikið fram undanfarin ár.

 

Flugfélagið American Airlines hefur t.a.m. keypt 100 kolefnislausar, 19 sæta flugvélar af sænska frumkvöðlafyrirtækinu Heart Aerospace. Gert er ráð fyrir að vélarnar fari í styttri ferðir um Bandaríkin árið 2026.

 

Flugvélaframleiðandinn Wright Electric gerir einnig ráð fyrir að senda rafflugvél með 100 farþegum í áætlunarflug innan næstu fjögurra ára – og vera með farþegaflugvél með 186 sætum og tæplega 1.300 kílómetra drægni tilbúna fyrir flugfélagið EasyJet í seinasta lagi árið 2030.

Skip

Í skipasmíðaiðnaðinum er einnig verið að vinna að því að losna undan jarðefnaeldsneyti.

 

Ein hugmyndin er að setja segl á stóru tankskipin, jafnvel þó seglin séu yfir 5.000 ára gömul uppfinning.

 

Flutningafyrirtækið Michelin – líklega þekktast fyrir dekkin – hefur þannig blásið lífi í þá hugmynd að koma fyrir seglum á risaskip til að forðast mengun.

 

Árið 2021 tilkynnti danska flutningafyrirtækið Maersk að fyrsta kolefnishlutlausa flutningaskip félagsins verði tilbúið á sjó árið 2023.

Sparnaður við innlendan mat

Jafnvel þótt allur heimurin breyti yfir í að borða mat úr héraði verður enn eftir þó nokkur flutningskostnaður.

 

Að mati ástralskra vísindamanna getur kaup á innlendum matvælum sparað um 0,38 gígatonna losun, sem jafngildir árlegri koltvísýringslosun Bretlands.

 

En þetta er að mestu óraunhæft þar sem svangir magar í mörgum löndum eru háðir innflutningi á matvælum.

 

Ástralskir vísindamenn halda því þó fram að neytendur sérstaklega í ríkari löndunum ættu að forðast að kaupa matvæli utan staðbundinnar og árstíðabundinnar ræktunar, því annars er þörf á flutningum sem kosta umhverfið sitt.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: AF MADS ELKÆR

Shutterstock,© Tesla,© Heart Aerospace,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.