Vísindamenn finna upp umhverfisvæna múrsteina úr þvagi

Fósfórinn er einangraður og sandi og bakteríum blandað við - og úr verður umhverfisvænn múrsteinn búinn til úr þvagi. Það þarf ekki einu sinni að ,,brenna" hann.

BIRT: 20/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Hús framtíðarinnar verði byggð úr okkar eigin þvagi.

 

Í Höfðaborgarháskóla í Suður-Afríku hafa vísindamenn fundið aðferð til að endurnýta ýmis efni í þvagi í tveimur skrefum.

Vísindamenn frá Höfðaborgarháskólanum í Suður-Afríku með umhverfisvæna múrsteina.

Fyrst er fosfórinnihaldið einangrað, en það má nýta sem áburð. Það sem eftir verður er blandað með sandi og í blönduna eru settar bakteríur sem framleiða ensímið urease.

 

Ensímið brýtur niður úrgangsefnin í þvaginu og í staðinn myndast kalsíumkarbónat, efni sem m.a. veitir eggjaskurn styrk sinn. Karbónatið hefur svipaða virkni og sement og bindur sandkornin saman í sterka steinblöndu.

Þvagsteinninn er framleiddur við stofuhita og framleiðslan losar því ekki koltvísýring.

Hefðbundnir múrsteinar eru framleiddir við háan hita, oft um þúsund gráður og orkunotkunin losar mikið af koltvísýringi. Þvagsteinarnir þurfa mun minni orku þar eð þeir eru „brenndir“ við stofuhita.

 

Annar kostur þvagsteinanna er sá að auðveldlega má aðlaga styrkleikann. Því lengur sem bakteríurnar fá að starfa, því sterkari verður steinninn.

Um 35 lítra af þvagi þarf í einn múrstein. Það samsvarar um 100 klósettferðum.

Vísindamennirnir undirstrika að að þessi framleiðsla veiti tækifæri til að endurnýta fleiri frumefni sem mikið er af í þvagi, svo sem köfnunarefni og kalíum.

 

Þótt þvag sé innan við 1% af öllu skólpi frá heimilum er í því 80% köfnunarefnis og 63% af kalsíuminni heimilisskólpsins.

BIRT: 20/03/2023

HÖFUNDUR: Rikke Jeppesen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is