Ský glata massa þegar rignir úr þeim. Að öllu jöfnu heldur raka loftið sem olli skýinu áfram að streyma upp og flytja nýjan massa í skýið.
Þrátt fyrir að skýið losi sig við þúsundir lítra vatns þegar rignir, þá bætast við það þúsundir lítra í staðinn og skýið minnkar fyrir vikið ekki.
Skýið glatar massa í rigningu en hlýtt loft sem stígur upp á við færir skýinu jafnframt nýjan massa. Skýið minnkar fyrir vikið ekki.
Samt sem áður getur haldið áfram að rigna úr stórum skýjum, á borð við þrumuský, eftir að vatnsgufa er hætt að berast upp í skýið og fyrir vikið minnka slík ský vitaskuld.