Næturhiminninn glóir eftir ákaft sólskin

Á myrkum kvöldum án tunglskins má greina rautt og grænt ljós í suðri – þökk sé mikilli geislun sólar. Svona berðu þig að til að fylgjast með þessu litskrúðuga fyrirbrigði.

BIRT: 23/12/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Ljósfyrirbrigðið „airglow“ eða himinglóð er þunnt lýsandi lag á himni, sem getur verið mismunandi að lit, en það ræðst af sameindum í lofti.

 

Himinglóð stafar af því að sterkt sólskin yfir daginn getur sundrað loftsameindum.

 

Þegar frumeindirnar ná aftur að mynda sameindir að nóttu til, senda þær frá sér daufa birtu, oft græn- eða rauðleita, glóð sem veldur því himinninn er aldrei alveg svartur.

Himinglóð séð frá Alþjóðageimstöðinni ISS.

Loftlögin skila mismunandi litum

Græn himinglóð stafar af súrefni í um 80 km hæð. Nokkru hærra, eða í nálægt 95 km hæð, myndar súrefnið daufa, bláleitaa glóð. Enn ofar, í 200-300 km hæð er glóð súrefnisins rauð.

 

Í 80-90 km hæð geta vatnssameindir  gefið af sér rauða glóð. En það er natríum sem myndar gula himinglóð.

 

Við kjöraðstæður getur verið unnt að sjá þetta fyrirbrigði með berum augum.

 

Leiðbeiningar um himinglóð

Svona gerir þú

HVENÆR?

 

Viljir þú sjá himinglóð, skaltu finna þér myrkan stað og því sem næst á nýju tungli (þegar tunglið sést ekki). Farðu í fyrsta lagi klukkutíma eftir sólsetur en eftir það getur himinglóð sést alla nóttina.

 

HVAR?

 

Auðveldast er að koma auga á himinglóð svo sem 20° yfir sjóndeildarhring. Fyrirbrigðið er örþunnt og sést því betur skáhallt gegnum gufuhvolfið en ef t.d. er horft beint upp í himininn.

 

HVERNIG?

 

Ef þú vilt ná mynd af himinglóð þarftu að hafa ljósopið lengið opið, t.d. í 30 sekúndur, til að myndavélin nái að safna meira ljósi. Þannig sýnir myndin líka betur liti og myndanir á himni.

 

Nýtt tungl

Dagsetningar fyrir nýtt tungl til vors 2023

 

  • 23. desember 2022.

 

  • 21. janúar 2023.

 

  • 20. febrúar 2023.

 

  • 21. mars 2023.

 

  • 20. apríl 2023.

 

  • 19. maí 2023.

BIRT: 23/12/2022

HÖFUNDUR: JESPER GRØNNE

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: NASA

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is