Milljónir hermanna vörðu jólunum á vígstöðvunum, bæði í fyrri og síðari heimsstyrjöld. Föðurlönd mannanna reyndu að létta þeim lund með gjöfum, góðum mat og jólapósti, á meðan sprengjurnar héldu áfram að falla allt í kringum þá.
Kanadíski hermaðurinn David MacLean ritaði heim frá Frakklandi í kringum jólin 1916, þar sem hann og aðrir hermenn tilheyrandi 48. hálandahersveitinni voru staðsettir:
„Við snæddum jólamatinn í tjaldi sem reist var sérstaklega fyrir það tilefni. Það reyndist vera nægilega stórt til þess að öll herdeildin gæti borðað saman. Liðsforingjarnir gengu til beina en á matseðlinum var að finna eldsteikt svínakjöt, ofnbakaðar kartöflur, gulrætur, kál og eplasósu. Við fengum karamellubúðing í eftirrétt.“
Frásagnir af notalegum jólum voru nákvæmlega þær fréttir sem MacLean og hermenn annarra hersveita höfðu unun af að skrifa um í bréfum heim. Hermenn beggja vegna víglínunnar gerðu allt hvað þeir gátu til að hlífa fjölskyldunni við óþægilegum smáatriðum og þráðu á hinn bóginn að fá fréttir að heiman, helst fréttir sem gátu dreift huganum frá hræðslunni við dauðann og hörmungum stríðsins.
Upplifðu jólin í myndum frá tímum heimstyrjaldanna.
Jólasveinninn í fullum skrúða
Í seinni heimsstyrjöld tókust Bretar á við mikinn mótbyr með gálgahúmor.
Í takt við tíðarandann lét breska varnarmálaráðuneytið taka ógrynnin öll af ljósmyndum sem sýndu m.a. jólasveininn lenda í orrustuflugvél fullri af gjöfum, jólasveininn með hjálm á leiðinni með gjafir til hermannanna og þar fram eftir götunum.
Áróður beint úr skotgröfunum
Á jólum reyndu báðar stríðandi fylkingar að lýsa jólunum sem eins friðsamlegum atburði og frekast var unnt.
Með því að sýna myndir af átakasvæðum átti að sannfæra almenning um að strákunum á vígstöðvunum liði vel og að þeir væru í þann veginn að sigra óvininn.
Nasistar reyndu að ræna jólunum
Nasistar beittu einnig áróðri í viðleitni þeirra til að breyta þessari kristilegu hátíð í þýska skemmtun sem haldin væri til að minnast þess að nú gengju vetrarsólstöður í garð og daginn færi aftur að lengja.
Jólaskraut með nasistamerkjum var ein leiðin. Þýskum dagblöðum var jafnframt bannað að fjalla um sögu kristnu jólanna, þess í stað skyldu þau einblína á hinn nýja frelsara Þýskalands, Adolf Hitler.
Vopnahlé reitti hershöfðingjana til reiði
Í kringum jólin 1914 var komið á óundirbúnum vopnahléum víðs vegar meðfram vesturvígstöðvunum og óvopnaðir þýskir hermenn lögðu í að ganga út á einskismannslandið milli skotgrafanna til að óska breskum og frönskum óvinum sínum gleðilegra jóla.
Hershöfðingjarnir voru í kjölfarið önnum kafnir við að fyrirskipa að allt samneyti við óvininn væri stranglega bannað, hvort heldur á jólum eða öðrum tímum árs.
Yfirmenn kættust í jólaveislu
Árið 1942 hélt breski liðsforinginn Adrian Silas fjörugt jólaboð fyrir bandarísku, frönsku og rússnesku kollega sína.
Hitler leið fyrir jólin
Einræðisherra Þýskalands hafði megna óbeit á jólunum. Einu aðfangadagskvöldi varði Hitler sem dæmi í leigubíl sem hann hafði fengið til að aka með sig hingað og þangað í suðurhluta Bayern, til þess eins að forðast hátíðahöld jólanna.
„Foringinn hunsaði jólin algerlega. Ekki ein einasta grenigrein, ekki eitt einasta kerti“, skrifaði ritari hans, Traudl Junge, um jólin 1943 sem hún varði í Úlfavirkinu í Austur-Prússlandi.
Heilu tonnin af jólagjöfum voru send til vígstöðvanna
Aðilar styrjaldarinnar lögðu hart að sér til að koma pökkum til hermannanna fyrir jólin. Aðstandendurnir sendu hins vegar svo marga pakka að breska járnbrautafélagið neyddist til að birta eftirfarandi orðsendingu í seinni heimsstyrjöld:
„Færri jólagjafir, takk fyrir. Við verðum að geta flutt hermönnunum vopn og skotfæri!“
Hátíðamatur í stað herbúðaskammta
Mest allt árið urðu hermennirnir að láta sér nægja dósamat en þegar jólin nálguðust var allt kapp lagt á að gera jólamáltíðina sem hátíðlegasta.
Meira að segja í Ardenna-sókninni um jólin 1944, þar sem þýski herinn kom Bandaríkjamönnum algerlega í opna skjöldu með árásum sínum, fengu hermenn Bandamanna engu að síður fullkomna jólamáltíð:
„Kalkúni með öllu meðlæti – það var stórkostlegt“, ritaði bandaríski hermaðurinn Burt Morphis frá herstöð sinni í Bütgenbach í suðurhluta Belgíu.
Gjafir gögnuðust baráttuviljanum
Aðstandendur hermannanna áttuðu sig ekki allir á því að matur, sígarettur, sætindi og áfengi væru vinsælustu gjafirnar á vígstöðvunum.
Þýskur hermaður, að nafni Rudolf Dünnebeil, ritaði furðu lostinn (eða reiður) móður sinni bréf um jólin 1942 frá ónafngreindum stað í Frakklandi:
„Takk fyrir jólagjafirnar. En hvað hafðir þú séð fyrir þér að ég gæti gert við sundskýluna? Stokkið í Atlantshafið?“
Jólin ýttu undir sölu stríðsskuldabréfa
Meðan á báðum heimsstyrjöldum stóð höfðu þátttökulöndin þörf fyrir gríðarlega mikið fé til að fjármagna framleiðslu vopna og skotfæra. Jólin voru fyrir vikið nýtt sem tækifæri til að selja stríðsskuldabréf.
Veggspjöld hvöttu íbúa landanna til að sýna þjóðrækni og að gefa sínum nánustu stríðsskuldabréf í jólagjöf. Í Bandaríkjunum kostuðu ódýrustu skuldabréfin það sem samsvarar 45.000 íslenskum krónum í dag, þar sem tryggt var að verðgildið næmi andvirði 60.000 íslenskra króna að tíu árum liðnum.
Bandaríkjamenn gáfu út stríðsskuldabréf að andvirði 185,7 milljarða Bandaríkjadala sem í dag myndi jafngilda 450 billjónum króna.
Þeir heppnu fengu leyfi yfir hátíðirnar
Allt árið um kring var verið að senda hermenn í stutt leyfi frá vígstöðvunum, ef stríðsreksturinn leyfði. Ferð heim til fjölskyldunnar var hins vegar sjaldséður munaður meðal hermanna við víglínuna.
Þeim mun lengra í burtu sem hermennirnir bjuggu, því minni voru líkurnar á að þeir fengju leyfi til að komast heim til sín. Sérstök jólaleyfi tíðkuðust heldur ekki.
Grenitré voru ómissandi
Hermennirnir urðu að fá jólatré eða svo töldu þýsku hershöfðingjarnir í fyrri heimsstyrjöld.
Árið 1914 létu þeir fyrir bragðið framleiða fyrir herinn tugþúsundir lítilla jólatrjáa, fullbúnum með skrauti og perum og sendu þau í litlum kössum til vígstöðvanna, þar sem trén vöktu ómælda hrifningu og gleði.
Skemmtun um hátíðirnar
Í seinni heimstyrjöldinni skipulagði bandaríski herinn sýningar með Hollywoodstjörnum og gamanleikarinn Bob Hope tók virkan þátt í því. Jafnvel eftir stríð hélt hann áfram að troða upp meðal hermanna. Árið 1967 fór hann, ásamt leikkonunni Raquel Welch til Víetnam til að skemmta hermönnum þar um jólin.
Heimsókn jólasveinsins sló í gegn
Hitinn og hátt rakastigið við Kyrrahafið komu ekki í veg fyrir að hermenn úr liði Bandamanna klæddu sig í jólasveinabúning og væru með sprell.
Glettni, fimmaurabrandarar og heimagerðar gjafir leiddu hugann um stund frá hörmungum stríðsins.
Jólasveinninn í fullum skrúða
Í seinni heimsstyrjöld tókust Bretar á við mikinn mótbyr með gálgahúmor.
Í takt við tíðarandann lét breska varnarmálaráðuneytið taka ógrynnin öll af ljósmyndum sem sýndu m.a. jólasveininn lenda í orrustuflugvél fullri af gjöfum, jólasveininn með hjálm á leiðinni með gjafir til hermannanna og þar fram eftir götunum.
Áróður beint úr skotgröfunum
Á jólum reyndu báðar stríðandi fylkingar að lýsa jólunum sem eins friðsamlegum atburði og frekast var unnt.
Með því að sýna myndir af átakasvæðum átti að sannfæra almenning um að strákunum á vígstöðvunum liði vel og að þeir væru í þann veginn að sigra óvininn.
Nasistar reyndu að ræna jólunum
Nasistar beittu einnig áróðri í viðleitni þeirra til að breyta þessari kristilegu hátíð í þýska skemmtun sem haldin væri til að minnast þess að nú gengju vetrarsólstöður í garð og daginn færi aftur að lengja.
Jólaskraut með nasistamerkjum var ein leiðin. Þýskum dagblöðum var jafnframt bannað að fjalla um sögu kristnu jólanna, þess í stað skyldu þau einblína á hinn nýja frelsara Þýskalands, Adolf Hitler.
Vopnahlé reitti hershöfðingjana til reiði
Í kringum jólin 1914 var komið á óundirbúnum vopnahléum víðs vegar meðfram vesturvígstöðvunum og óvopnaðir þýskir hermenn lögðu í að ganga út á einskismannslandið milli skotgrafanna til að óska breskum og frönskum óvinum sínum gleðilegra jóla. Hershöfðingjarnir voru í kjölfarið önnum kafnir við að fyrirskipa að allt samneyti við óvininn væri stranglega bannað, hvort heldur á jólum eða öðrum tímum árs.
Yfirmenn kættust í jólaveislu
Breski flotaforinginn Adrian Silas hélt fjörugt jólaboð um jólin 1942 fyrir bandaríska, franska og rússneska starfsbræður sína.
Hitler leið fyrir jólin
Einræðisherra Þýskalands hafði megna óbeit á jólunum. Einu aðfangadagskvöldi varði Hitler sem dæmi í leigubíl sem hann hafði fengið til að aka með sig hingað og þangað í suðurhluta Bayern, til þess eins að forðast hátíðahöld jólanna.
„Foringinn hunsaði jólin algerlega. Ekki ein einasta grenigrein, ekki eitt einasta kerti“, skrifaði ritari hans, Traudl Junge, um jólin 1943 sem hún varði í Úlfavirkinu í Austur-Prússlandi.
Heilu tonnin af jólagjöfum voru send til vígstöðvanna
Aðilar styrjaldarinnar lögðu hart að sér til að koma pökkum til hermannanna fyrir jólin. Aðstandendurnir sendu hins vegar svo marga pakka að breska járnbrautafélagið neyddist til að birta eftirfarandi orðsendingu í seinni heimsstyrjöld:
„Færri jólagjafir, takk fyrir. Við verðum að geta flutt hermönnunum vopn og skotfæri!“
Hátíðamatur í stað herbúðaskammta
Mest allt árið urðu hermennirnir að láta sér nægja dósamat en þegar jólin nálguðust var allt kapp lagt á að gera jólamáltíðina sem hátíðlegasta.
Meira að segja í Ardenna-sókninni um jólin 1944, þar sem þýski herinn kom Bandaríkjamönnum algerlega í opna skjöldu með árásum sínum, fengu hermenn Bandamanna engu að síður fullkomna jólamáltíð:
„Kalkúni með öllu meðlæti – það var stórkostlegt“, ritaði bandaríski hermaðurinn Burt Morphis frá herstöð sinni í Bütgenbach í suðurhluta Belgíu.
Gjafir gögnuðust baráttuviljanum
Aðstandendur hermannanna áttuðu sig ekki allir á því að matur, sígarettur, sætindi og áfengi væru vinsælustu gjafirnar á vígstöðvunum.
Þýskur hermaður, að nafni Rudolf Dünnebeil, ritaði furðu lostinn (eða reiður) móður sinni bréf um jólin 1942 frá ónafngreindum stað í Frakklandi:
„Takk fyrir jólagjafirnar. En hvað hafðir þú séð fyrir þér að ég gæti gert við sundskýluna? Stokkið í Atlantshafið?“
Jólin ýttu undir sölu stríðsskuldabréfa
Meðan á báðum heimsstyrjöldum stóð höfðu þátttökulöndin þörf fyrir gríðarlega mikið fé til að fjármagna framleiðslu vopna og skotfæra. Jólin voru fyrir vikið nýtt sem tækifæri til að selja stríðsskuldabréf.
Veggspjöld hvöttu íbúa landanna til að sýna þjóðrækni og að gefa sínum nánustu stríðsskuldabréf í jólagjöf. Í Bandaríkjunum kostuðu ódýrustu skuldabréfin það sem samsvarar 45.000 íslenskum krónum í dag, þar sem tryggt var að verðgildið næmi andvirði 60.000 íslenskra króna að tíu árum liðnum.
Þeir heppnu fengu leyfi yfir hátíðirnar
Allt árið um kring var verið að senda hermenn í stutt leyfi frá vígstöðvunum, ef stríðsreksturinn leyfði. Ferð heim til fjölskyldunnar var hins vegar sjaldséður munaður meðal hermanna við víglínuna.
Þeim mun lengra í burtu sem hermennirnir bjuggu, því minni voru líkurnar á að þeir fengju leyfi til að komast heim til sín. Sérstök jólaleyfi tíðkuðust heldur ekki.
Grenitré voru ómissandi
Hermennirnir urðu að fá jólatré eða svo töldu þýsku hershöfðingjarnir í fyrri heimsstyrjöld.
Árið 1914 létu þeir fyrir bragðið framleiða fyrir herinn tugþúsundir lítilla jólatrjáa, fullbúnum með skrauti og perum og sendu þau í litlum kössum til vígstöðvanna, þar sem trén vöktu ómælda hrifningu og gleði.
Skemmtun um hátíðirnar
Í seinni heimstyrjöldinni skipulagði bandaríski herinn sýningar með Hollywoodstjörnum og gamanleikarinn Bob Hope tók virkan þátt í því. Jafnvel eftir stríð hélt hann áfram að troða upp meðal hermanna. Árið 1967 fór hann, ásamt leikkonunni Raquel Welch til Víetnam til að skemmta hermönnum þar um jólin.
Heimsókn jólasveinsins sló í gegn
Hitinn og hátt rakastigið við Kyrrahafið komu ekki í veg fyrir að hermenn úr liði Bandamanna klæddu sig í jólasveinabúning og væru með sprell.
Glettni, fimmaurabrandarar og heimagerðar gjafir leiddu hugann um stund frá hörmungum stríðsins.