Hvað höfðu nasistar á móti jólunum?

Hakakrossformaðar smákökur, jóladagatöl með nasistaslagorðum og Óðinn kom með nammi fyrir börnin. En af hverju var nasistum í nöp við hin hefðbundnu jól?

BIRT: 14/12/2021

LESTÍMI:

2 mínútur

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Gjafapappír með arísku myndefni og smákökuform með lögun hakakrossins, til þess að þýskar húsmæður gætu borið slíkt sætmeti á borð um jólin. Nasistar gerðu hvað þeir gátu til að tileinka sér jólin allan 4. áratuginn og lögðu áherslu á að breyta táknmyndum og venjum jólahátíðarinnar þannig að jólin féllu betur að hugmyndafræði nasista.

 

Vandamál: Jésús var gyðingur

Þetta reyndist ekki eins auðvelt og í fyrstu sýndist, því aðalpersóna jólanna, frelsarinn sjálfur, var strangt tiltekið gyðingur. Nasistarnir reyndu að komast hjá þessum vanda með því að fjarlægja allt kristilegt táknmál úr jólahaldinu.

 

Nasistar losuðu sig t.d. við þýska jólasveininn, heilagan Nikulás sem hafði þann sið að færa börnum góðgæti þann 6. desember. Norræni guðinn Óðinn leysti hann af hólmi en hann þótti hæfa betur heimssýn nasistanna.

 

Járnkross á jólatréð

Þá gerðu stjörnurnar á jólatrjánum að sama skapi usla en til voru tvær vafasamar útgáfur af þeim, annars vegar fimmarma stjarnan sem þótti minna um of á tákn kommúnismans og hins vegar sexarma útgáfan sem minnti mjög svo á Davíðsstjörnu gyðinganna.

 

Nasistarnir gerðu tilraun til að fá Þjóðverja til að hengja járnkrossa á jólatré sín í staðinn en þessi tegund skrauts öðlaðist engar vinsældir og þjóðin hafði sínar íhaldssömu hugmyndir um hvernig halda skyldi alvöru jól.

 

Jóladagatöl með slagorðum nasista

Jóladagatölin voru einnig vandkvæðum bundin. Nasistar bönnuðu jóladagatöl með myndefni en þess í stað skyldi hver gluggi hafa að geyma slagorð nasista. Súkkulaði eða annað sælgæti í hólfum á bak við dagsetningarnar var þó enn leyfilegt.

 

Andóf gegn jóladagatalshefðinni hófst svo fyrir alvöru á stríðsárunum. Skortur var á pappa og pappír og nasistaforingjar tóku fyrir vikið ákvörðun um að hætta skyldi allri framleiðslu á jóladagatölum.

 

Jóladagatöl notuð gegn nasisma

Þegar svo þýski stórframleiðandinn, Richard Sellmer, hóf aftur sölu jóladagtala árið 1946 var það gert með stuðningi Bandaríkjamanna.

 

Dwight D. Eisenhower sem var hæstráðandi yfir bandarísku hersveitunum í Evrópu var ljósmyndaður ásamt barnabörnum sínum þar sem þau opnuðu glugga á jóladagatali og mynd þessi var notuð í herferð sem hafði þann tilgang að losa Þjóðverja undan ánauð nasismans.

 

Nýju jóladagatölin urðu samstundis vinsæl.

 

 

Birt. 13.12.1021

 

 

Hans Henrik Fafner

 

 

BIRT: 14/12/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is