Dimmir gígar við pólana á tunglinu eru fullir af ís. Það hafa bandarískir vísindamenn nú uppgötvað með litrófsmælingum sem ætlað er að kortleggja málma á yfirborðinu.
Þessi uppgötvun hefur afgerandi þýðingu varðandi langtímabúsetu á tunglinu.
Litrófsrannsóknir á tunglinu hafa sýnt vatnsísgíga (rauða punkta) á pólum tunglsins
Meira um tunglið …
Þótt það sé aðeins 384.000 km í burtu kemur tunglið okkar enn á óvart. Hér er nokkrar fréttir af tunglrannsóknum.
Segulmagn skýrir dulræð mynstur
Ljósleit mynstur í tunglrykinu hafa nú verið skýrð: Stjörnufræðingar telja þessar þyrilmyndanir skapast af áhrifum staðbundinna segla. Þeir hafa líklega myndast fyrir meira en 3 milljörðum ára, þegar eldvirkni var enn á tunglinu. Hár hiti olli því að járn skildi sig frá og tók í sig segulmagn frá segulsviði tunglsins.
Nýr sjónauki leitar örtungla
Aðdráttarafl jarðar nær tangarhaldi á sumum þeirra loftsteina sem fara hjá og þeir verða um hríð eins konar örtungl á braut um jörðu. Að jafnaði eru einn eða tveir loftsteinar á slíkum brautum. Nú hyggjast stjörnufræðingar kanna efnasamsetningu þeirrar og uppruna með LSST-sjónaukanum í Chile. Þessi örtungl gætu markað upphaf að námuvinnslu í geimnum.
Tunglryk hættulegt fyrir líkamsfrumur
Nýjar tilraunir sýna að rykið á yfirborði tunglsins er hættulegt, líkast til vegna þess að það er svo fíngert að örðurnar komast gegnum hindranir í líkamsvef. Vísindamenn hafa sett lungnafrumur úr mönnum og heilafrumur úr músum í snertingu við gervitunglryk, sem sagt alveg þurrar og örsmáar örður, aðeins míkrómetra í þvermál. Allt að 90% af frumunum drápust.