Alheimurinn

Vísindamenn rækta plöntur í tungljarðvegi

Jarðvegur á tunglinu er rykkenndur og þurr og virðist alveg ófrjór. Jarðfræðingum og garðyrkjusérfræðingum hefur þó tekist að rækta plöntur í slíkum jarðvegi. Uppgötvunin gæti rutt brautina fyrir lengri búsetu á tunglinu og auðveldað geimferðir.

BIRT: 06/02/2023

Stjörnufræðingar hafa lengi haft áhuga á mögulegri landbúnaðarframleiðslu í geimnum. Plöntur, ræktaðar í geimnum, gætu auðveldað og lengt geimferðir, enda framleiða þær bæði súrefni og fæðu.

 

Hingað til hefur einungis tekist að rækta plöntur í geimstöðvum en markmiðið er að geta ræktað þær í jarðvegi á öðrum hnöttum.

 

Nú hafa menn færst einu skrefi nær þessu markmiði. Við Flórídaháskóla hefur tekist að koma jurtum til að spíra og vaxa í jarðvegi frá tunglinu.

 

Þrjár teskeiðar mold frá tunglferðum

Vísindamennirnir notuðu jarðvegssýni frá þremur af sex mönnuðum tunglferðum á árunum 1969-1972.

 

Þrátt fyrir að geimfararnir hafi komið með um 382 kíló tunglefnis til jarðar fengu vísindamennirnir aðeins 12 grömm frá Apollo-leiðöngrunum 11, 12 og 17.

Vísindamenn vinna með sjaldgæfan og dýrmætan tungljarðveg. Þeir fengu aðeins 12 grömm til að vinna með.

Vísindamennirnir skiptu sýnunum í örsmáa blómapotta. Jarðvegi úr hverju sýni frá tunglferðunum þremur var skipt í fjóra potta og ein teskeið, aðeins 1 gramm, sett í hvern.

 

Til samanburðar var fíngerð gosaska frá jörðinni – eins konar gervi-tungljarðvegur – sett í samsvarandi potta.

 

Í pottana var sáð fræjum jurtarinnar arabidopsis thaliana sem tekist hefur að rækta í þyngdarleysi í geimstöðvum.

 

Eftir tvo sólarhringa tóku öll fræin að spíra en sex dögum síðar tóku þau að vaxa á mismunandi hátt, eftir því hvaðan af tunglinu sýnin voru komin.

 

Heilbrigðustu jurtirnar og þær sem uxu hraðast voru í gjóskupottunum en jurtir í tungljarðvegi voru smærri, uxu hægar og sýndu afbrigðilegan blaðlit.

Jurtirnar til vinstri eru samaburðarplöntur en jurtirnar til hægri eru ræktaðar í tungljarðvegi. Myndi sýnir jurtirnar 16 daga gamlar.

Ungur tungljarðvegur með heilbrigðustu plönturnar

Sýnin frá Apollo 11 gáfu slökustu útkomuna en sýnin frá Apollo 12 og Apollo 17 voru heilbrigðari.

 

Vísindamennirnir telja niðurstöðurnar ráðast af aldri jarðvegs á tunglinu. Því lengur sem sá jarðvegur hefur legið óhreyfður, því meiri geimgeislun og sólvindi hefur hann orðið fyrir.

 

Sýnin frá Apollo 11 voru tekin á svonefndu Kyrrahafi á tunglinu og það er jarðfræðilega séð eldra en sýnin frá Apollo 12-leiðangrinum sem tekin voru á Stormahafinu.

 

Þar hefur verið hraunrennsli sem hefur gert jarðveginn frjósamari.

 

Sýnin sem Apollo 17 flutti til jarðar voru tekin á Taurus-Littrow-svæðinu sem tiltölulega nýlega í jarðsögu tunglsins hefur orðið fyrir miklu loftsteina- og halastjörnuregni.

 

Það hefur gert jarðveginn nokkru frjósamari þar eð hann hefur ekki legið kyrr og mengast af geimgeislun og sólvindi jafn lengi.

Geimfarinn Harrison Schmitt Í Tautus-Littrow svæðinu í tunglinu, sem er staðurinn þar sem tungljarðvegurinn með heilbrigðustu plöntunum var uppruninn.

Plöntur á tunglið árið 2025

Hjá NASA er áætlað að senda menn aftur til tunglsins ekki seinna en 2025 með hinu svonefnda Artemis-verkefni. Það verður í fyrsta sinn síðan 1972 sem menn stíga fæti á tunglið.

 

Geimfararnir eiga m.a. að gera tilraunir með að rækta plöntur. Vísindamennirnir vonast til að þessi tilraun geti komið að haldi til að velja heppilegan stað til ræktunar á tunglinu.

 

Takist það geta plönturnar séð geimförum fyrir bæði fæðu og súrefni til lengri geimferða en nokkru sinni fyrr.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: SØREN ROSENBERG PEDERSEN

© UF/IFAS og Tyler Jones, © NASA/Eugene Cernan

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is