Alheimurinn

Neil Armstrong – Fyrsti maðurinn á tunglinu

Neil Armstrong var fyrsti maðurinn á tunglinu og er einn allra þekktasti geimfari sögunnar.

BIRT: 30/08/2022

Fyrsti maðurinn á tunglinu

Þann 20. júní 1969 skráði Neil Armstrong sig kyrfilega í sögubækurnar.

 

Með orðunum „That‘s one small step for man, one giant leap for mankind,“ markaði hann fyrstur fótspor í tunglrykið og varð fyrsti maðurinn á tunglinu.

 

Hvar var aðdragandi að þessu stórvirki? Hvaða ákvarðanir hans leiddu hann í Apollo 11 – leiðangurinn? Hvernig var hann sem persóna? Hér má lesa heillandi sögu um geimfarann Neil Armstrong.

Neil Armstrong var fyrsti maðurinn á tunglinu. Næstur var félagi hans Buzz Aldrin sem hér sést á myndinni.

Flugvélar komu við sögu í bernsku Neil Armstrong.

Neil Armstrong fæddist í Warren, Ohio, þann 5. ágúst 1930 og samkvæmt heimildum var hann farinn að lesa á vegaskilti einungis þriggja ára gamall.

 

Þegar hann byrjaði í skóla er sagt að hann hafi lesið meira en 100 bækur á fyrsta árinu. Það var á svipuðum aldri sem hann fór í sína fyrstu flugferð.

 

Þegar Armstrong var 9 ára gamall tók hann að smíða flugvélamódel innblásinn af eldri frænda sínum.

 

Þessar litlu flugvélar fylltu að lokum herbergi hans og hluta af kjallara fjölskyldunnar og hann dreymdi að hanna flugvélar þegar að hann yrði eldri.

Neil Armstrong

 • Fæddur 5. ágúst 1930, Warren, Ohio, BNA.

 

 • Dáinn 25. ágúst 2012 Cincinatti Ohio BNA 82 ára gamall.

 

 • Börn

Erik Alan Armstrong
Karen Anne Armstrong
Mark Steven Armstrong

 

 • Framhaldsskólamenntun

Blume High school (1944 – 1947)

 

 • Menntun

Perdium University (1947 – 1955)

 

 • Herþjónusta

US Navy (1949 – 1952)

Sjóliði

Armstrong taldi það koma sér vel að kunna að fljúga, vildi maður verða flugvélahönnuður. Þegar á táningsárum var hann harðákveðinn í að læra að fljúga.

 

Hann sparaði fyrir flugkennslu með því að vinna margvísleg smáverk og hann fékk endrum og sinnum ókeypis flugtíma gegn því að hjálpa til á flugvelli staðarins.

 

Armstrong fékk flugskírteini sitt daginn sem hann varð 16 ára. Hann mátti því fljúga flugvél sjálfur áður en hann fékk ökuskírteini sitt.

 

Hann hefur sagt að hann kippti sér ekkert sérstaklega upp við það að mega fljúga aðeins 16 ára gamall. Það stafaði m.a. af því að tveir aðrir skólafélagar hans fengu flugskírteini á sama aldri.

LESTU EINNIG

Menntun Neil Armstrongs

Neil Armstrong útskrifaðist frá Blume High School árið 1947 og var meðal þeirra hæstu í sínum árgangi.

 

Markmið hans var ennþá að verða flugvélaverkfræðingur og því sótti hann um eingöngu við Massachusetts Institute of Technology (MIT).

 

Armstrong fékk inngöngu í MIT en valdi að lokum að hefja nám sitt við Purdue University í Indiana sem var mun nær heimili hans.

 

Til að hafa efni á menntun sinni sótti hann um Holloway – styrkinn, en honum fylgdi sjö ára þjónusta í hernum – tveggja ára nám við háskóla sem flotinn viðurkenndi ásamt þremur árum í herþjónustu og tveggja ára þjálfun.

 

Armstrong hafði engin áform um starfsframa í bandaríska flotanum, en leit á hann sem gott tækifæri til að ná markmiði sínu.

 

Einungis brot af umsækjendum hlutu styrkinn og Neil Armstrong var einn þeirra.

Neil Armstrong sótti menntun í Purdue University í fylkinu Indiana.

Í september 1947 hóf Neil Armstrong nám í flugumferðarstjórn við Purdue University og tveimur árum síðar, þegar hann var 18 ára gamall, var komið að þriggja ára herþjónustu.

 

Hermennska hans í flotanum hófst með sex vikna fræðilegu námi.

 

Kúrsarnir sem Armstrong tók á þessum tíma samanstóðu af (flokkað eftir fjölda tíma):

 

 • Loftsiglingafræði (128 tímar)

 

 • Líkamleg þjálfun (87 tímar)

 

 • Flutningafræði (60 tímar)

 

 • Fjarskipti (55 tímar)

 

 • Verkfræði (40 tímar)

 

 • Háloftafræði (t.d. veðurfræði, 30 tímar)

 

 • Framkoma og breytni (30 tímar)

 

 • Grunnreglur flugs (18 tímar)

 

 • Meðhöndlun vopna (13 tímar)

 

Flugnámið fólst m.a. í fögum eins og t.d. loftaflfræði, grundvallarþættir flughreyfla og veðurfræði, meðan hernaðarlegir þættir náðu m.a. til mors – kóða og meðhöndlun vopna.

 

Að meðaltali tóku fögin allt að 28,8 tíma á viku og samkvæmt Armstrong sjálfum var ekki mikill tími til annars en námsins á þessum tíma.

 

Rétt eins og í framhaldsskóla lauk hann herþjónustu sinni með hæstu einkunn.

LESTU EINNIG

Neil Armstrong flaug í Kóreustríðinu

Þann 9. júlí 1949 hóf Neil Armstrong fyrstu hernaðaræfingar sínar í SNJ, sérstakri æfingaflugvél og samkvæmt bekkjarfélögum hafði hann náttúrulegan hæfileika í fluginu.

 

Þann 21. ágúst 1950 var Armstrong útnefndur sem flotaflugmaður, og fáeinum mánuðum síðar var hann tekinn inn í hinn virta VF – 51 þotuflugflokk.

 

Þann 5. janúar 1951 flaug Armstrong þotu í fyrsta sinn – Grumman F9F – 2B Panther.

 

Þegar Neil Armstrong hafði 505 flugtíma undir beltinu var hann sendur út í hernaðarleiðangur.

 

Hann flaug alls 78 sinnum í Kóreustríðinu og samanlagður flugtími hans var 121 klukkustund.

 

Síðasta flug Armstrong í Kóreustríðinu var þann 5. mars 1952.

 

Þann 23. ágúst 1952 lauk Armstrong þjónustu sinni í flotanum. Hann var á þeim tíma aðeins tæplega 22 ára.

Neil Armstrong flaug í Grumman F9F – 2B í Kóreustríðinu.

Neil Armstrong útskrifast úr Purdue University

Í september 1952 sneri Neil Armstrong aftur til Purdue University

 

Síðustu tvö árin nam hann eftirfarandi fög:

 

 • Flugvélahönnun

 

 • Diffrunarreikning

 

 • Rafeindatækni (DC)

 

 • Flugskipurit

 

 • Hristing í flugvélum

 

 • Grunninn í varmafræði

 

 • Rannsóknarstöð fyrir flugvélaorkuver

 

 • Stærðfræði II

 

 • Efnisfræðileg mekaník

 

 • Sálfræði fyrir verkfræðinga

 

 • Tölfræði

 

 • Varmafræði

 

 • Vektorreikning

 

 • Vökvafræði

 

Hann kláraði fög sín með 1. einkunn og í janúar 1955 fékk hann bakkalárgráðu sína í náttúruvísindum með áherslu á flug.

 

Hann rauf hljóðmúrinn árið 1955

Að lokinni menntun hóf Neil Armstrong störf við NACA Louis Research Center í Cleveland, Ohio, sem nú er þekkt sem NASA Glenn Research Center.

 

Starfstitill hans var Aeronotical Research Pilot

 

Armstrong starfaði við Louis Research Center í tæplega fimm mánuði þegar honum var boðið starf við Edwards Air Base í Kaliforníu.

 

Þetta var draumastarf sem hann gat ekki hafnað. Það var á þessari flugstöð sem mönnuð flugvél rauf í fyrsta sinn hljóðmúrinn árið 1947.

 

Í júlí 1955 hóf Armstrong störf við Edwards Airspace og þremur mánuðum síðar rauf hannn sjálfur hljóðmúrinn í F – 100A flugvél.

 

Myndband: Ár Armstrong á Edwards Airspace.

Neil Armstrong starfaði við Edwards flugherstöðina frá árunum 1955 til 1962.

Geimkapphlaupið hefst

Þann 25. júlí 1956 var NASA (National Aeronotics and Space Administration) stofnuð. Og þegar Sovétríkin sendu fyrsta gervihnöttinn á braut um jörðu þann 4. október 1957 var það upphafið á geimkapphlaupinu.

 

NASA sjósetti Merkury – verkefnið árið 1958 með það markmið að senda fyrsta mannaða geimfarið á sporbraut um jörðu. Sovétríkin voru þó á undan þegar þau sendu Juri Gagarin á loft þann 12. apríl 1961.

 

Neil Armstrong tók ekki beinan þátt í Mercury verkefninu, en hann þekkti vel til þess. Hann vann hins vegar í fjölmörgum tengdum verkefnum.

 

Eitt þeirra var að kanna hvernig G – kraftar verka á hæfni flugmanna til að stjórna flugvél. Þar reyndist hann vera einn af fáum flugmönnum sem gat staðist 15 G án mikilla vandkvæða.

 

Armstrong var einnig tilraunaflugmaður fyrir þotuna X – 15 sem sló hæðamet með mörg flug sem voru skilgreind sem flug úti í geimnum.

 

Armstrong flaug X – 15 sjö sinnum þegar hann var við Edwards Airforce Base.

Neil Armstrong við hliðina á X – 15 þann 30. nóvember 1960.

Fyrsta geimferð Neil Armstrongs

Þann 25. maí 1961 flutti John F. Kennedy forseti ræðu við öldungadeildina og greindi frá því að BNA bæri að senda mann til tunglsins fyrir lok áratugarins.

 

BNA náði að senda geimfara á braut um jörðu þann 20. febrúar 1962 en enn var löng leið í að koma manni á tunglið.

 

Fyrst varð NASA að takast að senda fleiri geimfara af stað á sama tíma, framkvæma geimgöngur og tengja farartæki saman úti í geimnum. Allt þetta fór fram í Gemini – verkefninu, sem var kynnt þann 18. apríl 1962.

 

Á þessum tíma unna einungis sjö geimfarar hjá NASA og því vildi geimferðastofnunin ráða fleiri geimfara.

 

Myndskeið: Heyrið John F. Kennedy tala um metnað BNA í geimferðum.

Ræða John F. Kennedy forseta í Rice háskólanum.

Neil Armstrong var tilvalinn kandidat þar sem hann var fyllilega hæfur og hafði auk þess farið í gegnum stóran hluta af þeirri þjálfun sem verðandi geimfarar þurftu að klára.

 

Honum var því ráðlagt að sækja um starfið og í september 1962 var Armstrong einn af alls níu nýjum geimförum hjá NASA.

 

Fyrsta ferð Neil Armstrong út í geim átti sér stað 16. mars 1966 um borð í Gemini 8. Þetta var leiðangur þar sem áhöfnin samanstóð einungis af honum og kollega hans David Scott.

 

Gemini 8 framkvæmdi fyrirhugaða tengingu við Agena – eldflaugina, en þurfti að aftengjast henni með hraði og fresta aðgerðinni vegna alvarlegrar bilunar.

 

Bilunin var þess valdandi að Gemini 8 og geimfararnir tveir um borð fóru í stórhættulegan snúning sem hefði getað endað illa.

 

En Neil Armstrong hélt ró sinni, stöðvaði snúninginn og kom þeim báðum heilu og höldnu til jarðar.

Gemini 8 lenti í sjónum og björgunarskipið SS Leonard Mason sótti síðan Neil Armstrong og David Scott.

Buzz Aldrin og Mike Collins mæta í Apollo – verkefnið.

Árið 1963 bættust 14 nýir geimfarar við hjá NASA, þar á meðal Edwin E. „Buzz“ Aldrin Jr. og Michael „Mike“ Collins.

 

Buzz Aldrin hafði nýlokið doktorsgráðu sinni í geimferðafræðum við MIT, meðan Mike Collins hafði lokið þjálfun á flugstöðinni Edwards, þar sem Armstrong hafði áður starfað.

 

Litlum sex árum síðar voru Neil Armstrong, Buzz Aldrin og Mike Collins sendir af stað í Apollo 11 – leiðangurinn og þann 20. júní 1969 framkvæmdu þremenningarnir fyrstu mönnuðu lendinguna á tunglinu.

Frá vinstri: Neil Armstrong, Michael Collins og Buzz Aldrin.

Mike Collins var eftir á stjórnfarinu Columbia allan leiðangurinn meðan Neil Armstrong og Buzz Aldrin stýrðu lendingarfarinu, The Eagle, niður til tunglsins.

 

Þegar að Neil Armstrong steig niður á tunglið sagði hann sem þekkt er: „That‘s one small step for man, one giant leap for mankind“ – tilvitnun sem rétt eins og atburðurinn festi rætur í sögubókum.

 

Myndskeið: Sjáðu Neil Armstrong ganga á tunglinu.

Tungllendingin var sýnd í beinni útsendingu um mestan hluta heims.

Hvernig var Neil Armstrong valinn í Apollo 11?

Neil Armstrong sýndi æðruleysi, yfirvegun og úrræðasemi þegar hann lenti Gemini 8 eftir alvarlega bilum, sem hefði getað kostað hann og kollega hans David R. Scott lífið.

 

Þetta afrek er talið vera ein helsta ástæða þess að NASA útnefndi hann síðar sem flugstjóra Apollo 11 – leiðangursins.

 

Hvers vegna var Neil Armstrong fyrsti maðurinn á tunglinu?

NASA ákvað að Neil Armstrong skyldi verða fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið og ákvörðunin var gerð opinber á fréttamannafundi þann 14. apríl 1969.

 

Það var fyrst og fremst orðspor Armstrong sem varð til þess að hann var valinn. Hann var yfirvegaður og sjálfsöruggur – og hafði ekki jafn stórt egó og Buzz Aldrin.

 

Þess vegna taldi NASA að Armstrong væri hæfastur þeirra til að sinna þessu verkefni, bæði á jörðu sem og á yfirborði tunglsins.

 

Neil Armstrong hefur sjálfur sagt að hann líti ekki sá sig á fyrsta manninn á tunglinu, þar sem hann og Buzz Aldrin lentu á því á nákvæmlega sama tíma.

Buzz Aldrin með ýmsan búnað á tunglinu.

Hve lengi var Neil Armstrong á tunglinu?

Eftir að Neil Armstrong og Buzz Aldrin höfðu lent lendingarfarinu, The Eagle, voru þeir á yfirborði tunglsins í 21 tíma og 36 mínútur. Svæðið þar sem þeir lentu nefndu þeir Tranquility Base.

 

Neil Armstrong var tvo tíma og 34 mínútur fyrir utan lendingarfarið, meðan Buzz Aldrin var á yfirborði tunglsins í tvo tíma og 15 mínútur.

Neil Armstrong tekur mynd af The Eagle og lendingarsvæðinu Tranquility Base.

Hve kalt var þegar Neil Armstrong gekk á tunglinu?

Inni í lendingarfarinu, The Eagle, var hitastigið um 16 – 17°C meðan á tunglinu var það meira en 93 gráður. Neil Armstrong og Buzz Aldrin þurftu því að vera í sérstökum kælingarbúningum meðan þeir gengu á tunglinu.

 

Hve marga daga var Neil Armstrong í geimnum?

Apollo 11 – leiðangurinn tók 8 daga, 3 tíma, 18 mínútur og 35 sekúndur. Neil Armstrong var þannig úti í geimnum í ríflega 8 daga.

 

Hve margir hafa verið á tunglinu?

Alls hafa 24 geimfarar verið sendir í tunglleiðangra í Apollo – verkefnum NASA og þar af hafa tólf gengið á yfirborði tunglsins.

 

Þeir geimfarar sem hafa gengið á tunglinu eru:
 • Neil Armstrong – Apollo 11

 

 • Buzz Aldrin – Apollo 11

 

 • Pete Conrad – Apollo 12

 

 • Alan Bean – Apollo 12

 

 • Alan Shepard – Apollo 14

 

 • Edgar Mitchell – Apollo 14

 

 • David Scott – Apollo 15

 

 • James Erwin – Apollo 15

 

 • John Young – Apollo 16

 

 • Charles Duke – Apollo 16

 

 • Eugene Cerman – Apollo 17

 

 • Harrison Schmitt – Apollo 17

Apollo 17 – leiðangurinn árið 1972 markaði sjöundu og síðustu tungllendinguna. Hér má sjá geimfarann Eugene Cernan á tungljeppa.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JARI HAUTAMAKI

NASA, Shutterstock, © US Air Force,

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Krabbinn er sannkallaður brautryðjandi þegar kemur að því að leggja undir sig ný landsvæði.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is